Hreinleiki og gæði í fyrirrúmi
Hjá BIOEFFECT vinnum við eftir vottuðu gæðakerfi (ISO 2001: 2015) og fylgjum GMP-staðlinum „Góðir framleiðsluhættir fyrir snyrtivörur“ (e. Cosmetic Good Manufacturing Practice). Húðvörur BIOEFFECT eru alíslenskar, byggðar á íslensku hugviti og nýsköpun. Við berum virðingu fyrir auðlindum landsins og leggjum áherslu á umhverfisvæna starfshætti.

Hrein húðvara, fá innihaldsefni
Við notum aðeins 7 til 26 innihaldsefni – og einungis þau sem húðin þekkir, skilur og þarf á að halda. Þetta tryggir að vörur BIOEFFECT eru eiturefnalausar, mildar en virkar og henta öllum húðgerðum.

Tær fegurð, íslenskt vatn
Vatn er ein af hreinustu og mikilvægustu náttúruauðlindum Íslands. Með tímanum síast íslenskt vatn í gegnum berglög af hrauni, sem hreinsar það og síar á náttúrulegan hátt. Þessi hreinsun skilar sér í tæru vatni – sem er ómengað, ósnortið og algjörlega laust við efnameðhöndlun.
Íslenskt vatn er mjúkt, sem þýðir að það hefur lágt magn steinefna eins og kalks og magnesíums, sem gerir það minna líklegt til að þurrka eða erta húðina. Þetta er vatnið sem við notum til að vökva byggplönturnar í gróðurhúsinu og í vörurnar okkar – sem tryggir hreinleika og gæði þeirra.

Græn fegurð – plöntulíftækni
Vaxtarþættir (e. growth factors) eru lykilinnihaldsefni í húðvörulínu BIOEFFECT, með EGF (Epidermal Growth Factor) sem aðalinnihaldsefnið. Vaxtarþættirnir eru framleiddir í byggplöntum í gróðurhúsi á Íslandi, sem knúið er jarðvarma og plönturnar vökvaðar með hreinu íslensku vatni.
Til að lesa meira um vistvæna hátæknigróðurhúsið okkar.

Endurvinnsla / Endurnotkun
Við leitum sífellt nýrra leiða til að gera starfsemina sjálfbærari og vistvænni, þar á meðal umbúðalausnir. Nær allar okkar umbúðir eru endurvinnanlegar.

0% alkóhól, ilmefni og kísill
Vörur okkar henta öllum húðgerðum – jafnvel þeim allra viðkvæmustu. BIOEFFECT húðvörur eru án alkóhóls, ilmefna, parabena, þalata, steinefnaolíu og jarðolíuafurða.

Vottað gæðakerfi
BIOEFFECT starfar eftir vottuðu gæðakerfi (ISO 9001:2015) og fylgir reglum um góða framleiðsluhætti snyrtivara (GMP: Cosmetic Good Manufacturing Practice). Markið staðalsins er að tryggja að framleiðslan fylgi ströngustu gæðakröfum.
Gæðastjórnunarkerfi BIOEFFECT byggir á eftirfarandi:
• ISO 9001:2015 – Kröfur um gæðastjórnunarkerfi
• ISO 22716:2007 – Góðir framleiðsluhættir (GMP) fyrir snyrtivörur
• REGLUGERÐ (EB) nr. 1223/2009 frá Evrópuþinginu og Evrópuráðinu frá 30. nóvember 2009 um snyrtivörur