Síðast uppfært: 2.5.2020
Verslunin okkar:Þegar þú kaupir vörur af okkur söfnum við nauðsynlegum upplýsingum til að við getum veitt þjónustuna og afgreitt pöntunina þína. Þar eru meðtaldar upplýsingar um pöntunina, tengiliðaupplýsingar og heimilisfang viðtakanda (þ.m.t. símanúmer). Vinnsla upplýsinganna fer fram á grundvelli þess að það er nauðsynlegt til að efna samning okkar á milli
Áskrifandi að fréttabréfi: Ef þú gerist áskrifandi að fréttabréfinu okkar þá vinnum við tengslaupplýsingar frá þér í þeim tilgangi að geta átt í samskiptum við þig. Upplýsingarnar eru unnar á grundvelli samþykkis frá þér.
Fyrirspurnir:
Þegar við fáum fyrirspurnir frá þér vinnum við tengslaupplýsingar þínar sem og upplýsingarnar sem þú sendir okkur til að við getum svarað. Upplýsingarnar eru unnar á þeim grundvelli að það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna, eða, eftir því sem við á, á grundvelli samþykkis frá þér.
Skráningargögn og vafrakökur:Þegar vafrað er um á vefsíðunni okkar kunnum við að safna skráningargögnum og vafrakökum, eins og nánar er lýst í þessari persónuverndarstefnu. Upplýsingar, sem safnað er með vafrakökum, að undanskildum markvafrakökum, og skráningargögnum, eru unnar á þeim grundvelli að það er nauðsynlegt vegna lögmætra hagsmuna okkar. Markvafrakökurnar eru unnar á grundvelli samþykkis frá þér.
- Safna upplýsingum um vafrasögu og kauphegðun viðskiptavinar vegna tölfræðigreininga og til að bæta BIOEFFECT-vefsíðuna, vörurnar og þjónustuna sem við bjóðum viðskiptavinum okkar.
- Greining á hegðun. Við munum nota persónuupplýsingar sem við geymum um þig (sem og dulkóðaðar eða nafnlausar upplýsingar úr þínum persónuupplýsingum) til að greina og gera rannsóknir. Allar þessar greiningar og rannsóknir eru gerðar til að skilja viðskiptavini okkar betur og tryggja að vörurnar okkar mæti þörfum þeirra.
- Hafa umsjón með fyrirtækjarekstrinum eins og að greina og stýra fyrirtækinu, innri stjórnun og viðskiptaáætlanagerð, markaðsrannsóknum, endurskoðun, þróun nýrra vara, til að bæta vefsíðuna okkar, til að bæta þjónustu og vörur, til að skilgreina notkun, til að meta árangur af kynningarherferðum hjá okkur, til að aðlaga upplifun af vefsíðunni og innihaldi hennar skv. fyrri notkun þinni á síðunum, og til að mæla ánægju viðskiptavina og þjónusta viðskiptavini (þ.m.t. bilanaleit tengd málum sem snerta viðskiptavini).