




EGF Serum Special Edition
Við blómstrum af gleði um leið og við fögnum 15 árum af vísindum og virkni með sérútgáfu af okkar allra vinsælustu vöru, EGF Serum, sem var valin ein af „100 bestu húðvörum allra tíma“ af fagtímaritinu WWD árið 2024.
EGF Serum Special Edition inniheldur okkar margverðlaunaða EGF Serum (30 ml) og þrjár lúxusprufur: EGF Eye Serum (3 ml), EGF Essence (15 ml) og Hydrating Cream (7 ml). Saman mynda þessar vörur áhrifaríka fjögurra skrefa húðrútínu sem dregur úr fínum línum og hrukkum, tryggir djúpan og langvarandi raka, þéttir og jafnar yfirborð húðarinnar.
Þessi 15 ára afmælisútgáfa er myndskreytt af íslensku listakonunni Heiðdísi Helgadóttur og skartar mynd af brennisóleyjum sem blómstra um allt land á sumrin.
EGF Serum Special Edition er á sama verði og EGF Serum 30 ml – auk þess fylgja þrjár lúxusprufur.
Eiginleikar og áhrif
EGF Serum Special Edition inniheldur:
- EGF Serum (30 ml) – Okkar margverðlaunaða serum, þekkt fyrir öfluga virkni gegn öldrun húðar.
- EGF Eye Serum (3 ml) – Sérhönnuð formúla sem nærir, þéttir og sléttir húðina á viðkvæmu augnsvæðinu.
- EGF Essence (15 ml) – Endurnærandi rakavatn sem greiðir fyrir upptöku og virkni EGF og viðheldur heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
- Hydrating Cream (7 ml) – Einstaklega létt en nærandi andlitskrem sem tryggir djúpan og langvarandi raka.
- Dregur sýnilega úr fínum línum og hrukkum
- Dregur úr þrota og þreytumerkjum á augnsvæði
- Nærandi og eykur rakastig húðarinnar
- Þéttir og sléttir húðina sýnilega
- Eykur ljóma
- Hentar öllum húðgerðum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls og glútens
- Vörurnar eru prófaðar af húðlæknum
- EGF Eye Serum er prófað af augnlæknum
Lykilinnihaldsefni
BIOEFFECT EGF: Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.
E-vítamín: Eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. Það fyrirfinnst náttúrulega í húðinni en dregið getur úr magni þess vegna þeirra umhverfisáhrifa sem húðin verður fyrir (t.d. þegar sólarvörn er ekki notuð). E-vítamín verndar húðina fyrir umhverfisáhrifum og skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.
Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.
Innihaldsefnalisti
EGF Serum:
GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF Eye Serum:
WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF Essence:
WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Hydrating Cream:
WATER (AQUA), CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, BUTYLENE GLYCOL, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, CETYL ALCOHOL, TOCOPHEROL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE, ETHYLHEXYLGLYCERIN, CARBOMER, SORBITAN OLEATE, POTASSIUM SORBATE, POTASSIUM HYDROXIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Staðfestur árangur
Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu EGF Serum tvisvar á dag í þrjá mánuði.
- Allt að 63%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
- Allt að 68% aukning á teygjanleika húðar
- Allt að 132%aukning á raka húðar


Info sheet
BIOEFFECT® EGF SERUM er margverðlaunað serum sem endurnýjar húðina og veitir henni raka. Hefur fyrirbyggjandi áhrif og vinnur gegn sýnilegum merkjum öldrunar auk þess að viðhalda heilbrigðri áferð og ásýnd húðar með aðeins 7 innihaldsefnum.
- Dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka
- Eykur og viðheldur raka í húðinni
- Endurnýjar, endurnærir og endurbætir húð
- Einungis 7 innihaldsefni
Notkunarleiðbeiningar
Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.
BIOEFFECT EGF SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði á húðinni í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Hafir þú glímt við húðsjúkdóma skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF SERUM.
BIOEFFECT® EGF ESSENCE er létt og nærandi andlitsvatn sem veitir mikinn raka og gerir húðina mjúka og hraustlega. Undirbýr húðina fullkomlega fyrir það BIOEFFECT serum eða rakakrem sem á eftir fylgir og eykur áhrif EGF.
- Eykur raka og frískar upp á húðina
- Undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT serum og rakakrem
- Eykur áhrif EGF
- Án alkóhóls, olíu og ilmefna
Notkunarleiðbeiningar
Hellið lófafylli af rakavatninu í hendina, um það bil 2-4 skvettur, og þrýstið mjúklega inn í húð háls og andlits. Notið BIOEFFECT serum eða rakakrem að eigin vali á eftir.
BIOEFFECT EGF ESSENCE hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF ESSENCE.
BIOEFFECT® EGF EYE SERUM er öflug formúla sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Auðvelt er að bera serumið á með stálkúlunni og það stuðlar strax að réttu rakajafnvægi auk þess að draga úr hinum ýmsu einkennum öldrunar.
- Dregur úr fínum línum og hrukkum
- Minnkar þrota og bauga
- Gefur ljóma og gerir húðina stinnari
- Prófað af augnlæknum
Notkunarleiðbeiningar
Þrýstið á botn ílátsins til að skammta serumi. Notið kælandi stálkúluna til að bera efnið á húðina á augnsvæðinu og nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Látið ganga inn í húðina áður en aðrar vörur á borð við krem, sólarvörn eða farða eru bornar á andlitið.
Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.
BIOEFFECT EGF EYE SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF EYE SERUM.
BIOEFFECT®HYDRATING CREAM er afar nærandi og rakagefandi krem sem gerir húðina mjúka, slétta og ljómandi.
- Veitir húðinni raka og næringu
- Eykur ljóma Hentar vel til notkunar yfir BIOEFFECT serum
Notkunarleiðbeiningar
Berið á hreina húð á andliti og á hálsi, nuddið með léttum strokum upp á við. BIOEFFECT HYDRATING CREAM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT HYDRATING CREAM.
Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.
Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.
Hreinar húðvörur
Notkun
EGF Serum Special Edition inniheldur allt sem til þarf í milda en áhrifaríka húðrútínu.
Skref 1: Berðu EGF Essence á hreina og þurra húð. Helltu nokkrum dropum af rakavatninu í lófann og þrýstu mjúklega inn í húðina á andliti, hálsi og bringu.
Skref 2: Berðu 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við.
Skref 3: Berðu EGF Eye Serum á hreina húð umhverfis augun. Nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu.
Skref 4: Berðu að lokum Hydrating Cream á andlit, háls og bringu. Nuddaðu upp á við með mjúkum strokum. Bíddu í 3–5 mínútur til að leyfa húðinni að draga í sig rakann áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.
Við mælum með þessari húðrútínu bæði kvölds og morgna til að hámarka árangurinn.