BIOEFFECT er með eigið vísinda- og þróunarteymi á Íslandi sem sér um að viðhalda vörulínunni og þróa nýjar vörur og þá fer framleiðsla vörulínunnar einnig fram í höfuðstöðvum félagsins í Kópavogi.
BIOEFFECT eru al-íslenskar húðvörur, sem byggja á íslensku hugviti. Virku efnin í húðvörulínunni eru framleidd með aðferðum plöntu-líftækni, svokallaðir vaxtarþættir – framleiddir í byggi í gróðurhúsi ORF líftækni á Íslandi. EGF (Epidermal growth factor) er þekktasti vaxtarþátturinn.
Vörur félagsins fást um allan heim, á netinu og í verslunum í yfir 20 löndum. BIOEFFECT þjónustar Ísland, Bretland og Bandaríkin en aðrir markaðir um 20 talsins eru reknir í samstarfi við dreifiaðila.
Endilega kíktu til okkar í verslun BIOEFFECT Hafnatorgi og nýttu þér persónulega húðráðgjöf og þjónustu. Þá bjóða við einnig upp á húðmælingu, nánar hér.
Um BIOEFFECT
Höfuðstöðvar BIOEFFECT á Íslandi eru að Víkurhvarfi 7 í Kópavogi. Alls starfa um 55 starfsmenn hjá félaginu, flestir á Íslandi en BIOEFFECT er einnig með starfsstöðvar í London og New York.

Liv Bergþórsdottir, CEO BIOEFFECT 2020 -

Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, CR&DO, 2022 -

Berglind Johansen, CSO, 2013 -

Aubi Óskarsdottir, Senior VP N-America, 2018 -

Pétur Hafsteinsson, CFO, 2023-

Valgeir H Kjartansson, CPO, 2023 -
