Um EGF
Þegar við fæðumst er húðin mjúk, slétt, þétt og heilbrigð; við höfum ríkulegt magn af EGF prótíni (e. Epidermal Growth Factor) sem er svokallaður frumuvaki. EGF sendir frumum merki um að hefjast handa við endurnýjun og viðgerðir. Þessi prótín eru mikilvæg í að viðhalda heilbrigðri og unglegri virkni húðar, með framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúrónsýru sem hjálpa til við að halda húðinni þéttri, mjúkri og stinnri. Strax á þrítugsaldri er farið að hægja á náttúrulegri framleiðslu EGF. Fyrir vikið dregur úr endurnýjunar- og viðgerðarhæfni frumna, og það hefur síðan áhrif á ásýnd húðarinnar; það byrjar að slakna á henni og fínar línur og hrukkur láta á sér kræla.
Frá fæðingu til fullorðinsára framleiðir líkami okkar ríkulegt magn af prótínum sem kölluð eru frumuvakar eða vaxtarþættir (e. Growth Factors) og eru „boðberar“ fyrir frumurnar. Margs konar frumuvaka er að finna alveg frá yfirborðslagi húðarinnar og niður í innstu lög hennar. EGF er einn mikilvægasti frumuvakinn fyrir unglega og heilbrigða húð því það hjálpar til við framleiðslu á kollageni, elastíni og hýalúrónsýru og viðheldur þannig mjúkri, þéttri og stinnri húð..
Strax á þrítugsaldri hægir á náttúrulegri framleiðslu EGF frumuvaka í húðinni. Í kjölfarið hægist á endurnýjun og viðgerðarhæfni frumnanna, sem hefur áhrif á útlit húðarinnar. Hún byrjar að slappast, verður þynnri og þurrari auk þess sem fínar línur og hrukkur koma í ljós.
Til að vinna gegn þessum öldrunaráhrifum fundu vísindamenn BIOEFFECT upp leið til að framleiða EGF frumuvaka í byggi. Okkar EGF er sjálfbært, endurnýjanlegt innihaldsefni sem er framleitt í vistvænu hátæknigróðurhúsi okkar í Grindavík sem er hitað upp með jarðvarma. EGF úr byggi hjálpar til við að efla náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar, eykur raka, dregur úr fínum línum og hrukkum og gegnir veigamiklu hlutverki viðað halda húðinni mjúkri, heilbrigðri og unglegri.
EGF (Epidermal Growth Factor) er frumuvaki (einnig kallað vaxtarþáttarprótín) sem ber boð milli fruma í húðinni og gegnir mikilvægu hlutverki í að viðhalda heilbrigðri og unglegri virkni húðar. Það hvetur til framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru og viðheldur þannig heilbrigðri virkni og unglegri ásýnd húðarinnar. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að náttúrulegt magn EGF prótínsins í húð minnkar þegar við eldumst.
Hjá BIOEFFECT trúum við því að EGF prótínið sé svo mikilvægt fyrir heilbrigða, unglega húð að vísindamenn okkar vörðu áratugum í að finna leið til að framleiða EGF með byggplöntum. EGF úr byggi styrkir náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og er mikilvægt til að berjast gegn áhrifum minnkandi EGF magns í húð okkar og halda húðinni mjúkri, þéttri og unglegri.
BIOEFFECT EGF er ólíkt flestum frumuvökum á markaðnum að því leyti að það er fyrsta sinnar tegundar sem framleitt er í plöntum. Flest fyrirtæki sem nota EGF í húðvörur sínar nota prótín sem eru framleidd úr bakteríum (E.coli), gersveppum eða frumum manna eða dýra. Vísindamenn BIOEFFECT fundu upp leið til að framleiða EGF í byggi og náðu þar með áður óþekktum hæðum hvað varðar hreinleika, gæði, stöðugleika, sjálfbærni og virkni.
Nei. Það er skýr munur þar á: Vaxtarþættir (einnig kallaðir frumuvakar) eru boðprótín sem frumur (vefir) almennt framleiða og nota staðbundið til viðgerða og endurnýjunar. Heiladingull framleiðir hins vegar vaxtarhormón fyrir línulegan vöxt (sem stjórnar því t.d. hversu hávaxin við verðum) og þau hafa áhrif á vöðvamassa og líkamsfitu.
BIOEFFECT var stofnað af þremur íslenskum vísindamönnum þegar þeir uppgötvuðu, eftir áratugalangar rannsóknir, leið til að framleiða eftirlíkingu EGF í byggplöntum með því að nota líftækni. Byggið er ræktað á Íslandi í hátæknigróðurhúsi BIOEFFECT sem er hitað upp með jarðhita. Lokaafurðin, EGF úr byggi og aðrir byggvaxtarþættir, sem eru framleiddir með líftækni, innihalda ekki nein erfðabreytt efni.
BIOEFFECT prófar hvorki EGF-húðvörur né innihaldsefni þeirra á dýrum. Vörurnar okkar eru þróaðar og framleiddar á Íslandi. Við höfum alltaf verið mótfallin illri meðferð á dýrum og fylgjum að öllu leyti reglugerðum Evrópusambandsins um prófanir á dýrum.
BIOEFFECT fylgir ákveðinni gæðastefnu til að koma til móts við væntingar allra hagsmunaaðila (eigenda, starfsmanna, notenda og yfirvalda) sem er vottuð af viðurkenndum aðila. Þetta á við alla þætti starfseminnar. Markmiðið er að viðhalda ásættanlegum gæðakröfum sem styðja við og byggja upp ímynd vörumerkisins. Til að uppfylla gæðamarkmið þurfa starfsmenn að vinna af heilum hug ásamt framkvæmdastjórn, birgjum, úthýsingaraðilum, dreifingaraðilum og smásöluaðilum.
Gæðastefnan byggir á þremur skjölum: