Vísindin að baki BIOEFFECT
Ástríða BIOEFFECT felst í hagnýtingu vísinda og náttúru til að þróa einstakar húðvörur sem sporna við öldrun húðarinnar. Sérstaða húðvörulínu BIOEFFECT eru lykilinnihaldsefnin—vaxtaþættirnir EGF, KGF og IL-1a, sem framleiddir eru í byggi með aðferðum plöntulíftækni og tryggja gæði og virkni varanna.
Okkar einstöku vaxtarþættir: EGF, KGF og IL-1a
Vaxtarþættir eru boðskiptaprótín sem finnast náttúrulega í líkamanum og gegna lykilhlutverki í getu húðarinnar til að endurnýja sig og viðhalda heilbrigði hennar. EGF (Epidermal Growth Factor) er einn mikilvægasti vaxtarþáttur húðarinnar.
Með aldrinum minnkar náttúruleg framleiðsla húðarinnar á vaxtarþáttum sem leiðir til þess að húðin missir teygjanleika og fyllingu. Í kringum tvítugt byrjar að draga úr framleiðslunni, og á breytingaskeiðinu minnkar magn vaxtarþátta í húðinni verulega. Þetta veldur því að húðin byrjar að slakna, og fíngerðar línur og hrukkur byrja að myndast. Til að sporna við þessum sýnilegu einkennum öldrunar þróaði vísindateymi BIOEFFECT aðferð til að framleiða eftirlíkingu af mannlegum vaxtarþáttum með háþróaðri plöntulíftækni, þar sem EGF er lykilinnihaldsefnið.
Sérfræðingar í húðvörum með vaxtarþáttum
Hjá BIOEFFECT notum við þrjá vaxtarþætti í húðvörulínu okkar, alla framleidda í byggi með plöntulíftækni, þar sem EGF (Epidermal Growth Factor) er lykilinnihaldsefnið. Vaxtarþættir BIOEFFECT eru einstakir vegna framleiðsluaðferðar þeirra, sem tryggir gæði þeirra, hreinleika og virkni.
Vísindateymi BIOEFFECT býr yfir sérþekkingu á þróun og framleiðslu húðvara með vaxtarþáttum. Við nýtum fá og sérvalin innihaldsefni með vaxtarþáttunum sem tryggja stöðugleika og virkni þeirra í vörum okkar.
Íslenskar húðvörur
Lykilinnihaldsefni BIOEFFECT, vaxtarþættirnir, eru framleiddir í gróðurhúsi á Íslandi og þá fer framleiðsla húðvaranna einnig fram á Íslandi, í höfuðstöðvum okkar í Kópavogi. Í ljósi þess að vörurnar er framleiddar á Íslandi þá gegnir íslenska vatnið einnig mikilvægu hlutverki sem innihaldsefni í vörum okkar.
Vísindateymið okkar
BIOEFFECT var stofnað af þremur íslenskum vísindamönnum í framhaldi af nýsköpun þeirra og þróun á framleiðslukerfi fyrir eftirgerð af náttúrulegum vaxtarþáttum—með hagnýtingu plöntulíftækni.
Vísindateymi BIOEFFECT býr yfir yfirgripsmikilli sérfræðiþekkingu og reynslu í þróun húðvara sem hægja á öldrun húðarinnar og þar gegna vaxtarþættirnir lykilhlutverki.
Margverðlaunaðar húðvörur byggðar á vísindalegri þróun
Vörur okkar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga frá virtum tímaritum eins og Marie Claire, New Beauty, Cosmopolitan, Who What Wear, Women’s Health og Byrdie. Árið 2024 var okkar vinsælasta vara, EGF Serum, valin ein af „100 bestu húðvörum allra tíma“ af WWD, að mati sérfræðinga í fegrunariðnaðinum.
Hreinar og grænar húðvörur
Hreinleiki er grunnstoð í allri okkar starfsemi og þegar við tölum um hreinleika er merkingin margþætt. Við notum fá og sérvalin innihaldsefni í húðvörur okkar, íslenskt vatn og framleiðum vaxtarþætti í plöntum í gróðurhúsi á Íslandi sem knúið er jarðhita frá endurnýjanlegum auðlindum. Við leggjum áherslu á að starfa í sátt og samlyndi við umhverfi okkar.