Beint í efni

Framleitt á Íslandi 

BIOEFFECT nýtir kraft íslenskrar náttúru til að skapa einstaklega hreinar húðvörur. Hreint loft, næringarríkur jarðvegur og tært íslenskt vatn skapa kjöraðstæður til ræktunar á Íslandi og tryggja þannig gæði vaxtarþáttanna sem lykilinnihaldsefni í húðvörum BIOEFFECT.

Ekki aðeins eru vaxtarþættirnir ræktaðir í byggplöntum í gróðurhúsi á Íslandi, heldur er einnig hafin sú vegferð að rækta bygg utandyra—sem skref í átt að enn frekari sjálfbærni.

Eftir uppskeru eru vaxtarþættirnir unnir úr bygginu yfir í duftform og þannig nýttir í húðvöruframleiðslu BIOEFFECT—þar sem við sjálf höfum umsjón með öllu framleiðsluferlinu til að tryggja hæstu gæðaviðmið.

Þar sem vörurnar okkar eru framleiddar á Íslandi leikur íslenska vatnið lykilhlutverk sem mikilvægt innihaldsefni í vörunum. Íslenska vatnið er mjúkt, það inniheldur lágt magn steinefna eins og kalks og magnesíums, sem gerir það síður líklegt til að þurrka eða erta húðina. Þess vegna hentar það einstaklega vel í framleiðslu húðvara og stuðlar að einstökum gæðum BIOEFFECT varanna.

Hleð inn síðu...