Beint í efni

Okkar einstaka EGF.

EGF (Epidermal Growth Factor) er vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húð. EGF gegnir mikilvægu hlutverki við að halda húðinni sléttri og heilbrigðri enda örvar það framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru. Upp úr tvítugu hægir á framleiðslu vaxtarþátta, sem hefur áhrif á ásýnd og heilbrigði og ásýnd húðarinnar.

Hvað er EGF og hvað gerir það fyrir húðina?

EGF (Epidermal Growth Factor) er svokallaður vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir mikilvægu hlutverki við að halda henni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. EGF hefur áhrif á náttúrulega framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru og styður þannig við þéttleika og rakastig húðarinnar.

Húð barna er þétt og þrýstin, enda er hún afar rík af EGF. Frá fæðingu og fram á fullorðinsár framleiðir líkami okkar þessi endurnærandi boðskiptaprótín í ríku magni. Þegar við náum fullum líkamlegum þroska fer aftur á móti að draga úr framleiðslu vaxtarþátta og upp úr tvítugu hefur hægt verulega á framleiðslunni. Á breytingaskeiðinu er skerðingin svo orðin verulega takmörkuð. Fyrir vikið hægir á frumuskiptum og náttúrulegri endurnýjunarhæfni húðarinnar og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum merkjum öldrunar; húðin verður slappari, þynnist og fer að síga og fínar línur og hrukkur verða sýnilegar.

Hvað gera vaxtarþættir fyrir húðina?

Frá fæðingu framleiðir líkami okkar vaxtarþætti, sem hafa áhrif á heilbrigða starfsemi húðarinnar og stuðla að þéttri, sléttri og ljómandi ásýnd hennar. Það eru margar mismunandi tegundir vaxtarþátta í húðinni, bæði á ysta laginu (e. epidermal layer) og niður í dýpri húðlögin (e. dermis). EGF er einn mikilvægustu vaxtarþáttanna þar sem það örvar framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru, sem halda húðinni sléttri, vel nærðri, þéttri og heilbrigðri.

Hvaða hlutverki gegnir BIOEFFECT EGF í húðvörum?

Líkt og hér hefur verið rakið dregur verulega úr náttúrulegri framleiðslu EGF samhliða hækkandi aldri. Fyrir vikið hægir á frumuskiptum og náttúrulegri endurnýjunarhæfni húðarinnar og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum merkjum öldrunar; húðin verður slappari og þynnri og fínar línur og hrukkur verða sýnilegar.

Til að sporna við þessum áhrifum þróaði vísindateymið okkar sérstaka líftækniaðferð til að framleiða EGF í byggplöntum og nota í húðvörur. Vaxtarþættirnir okkar eru sjálfbær afurð frá vistvæna gróðurhúsinu okkar á Reykjanesskaganum, sem er knúið jarðhita og raforku frá nærliggjandi náttúruauðlindum.

Hver er sérstaða BIOEFFECT EGF?

Meiri hluti þess EGF sem er framleitt í heiminum er ræktað úr bakteríum (gjarnan E. Coli), með gerjun eða úr frumum manna eða dýra. Í því ferli getur myndast ákveðin aukaafurð, svokallað inneitur (e. endotoxin). Endotoxin getur haft skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið ertingu í húð auk þess sem það getur hindrað náttúrulegt viðgerðar- og endurnýjunarferli húðarinnar.

Það sem greinir okkar einstaka BIOEFFECT EGF frá flestu öðru er sú staðreynd að það er framleitt í plöntu. Vísindateymið okkar þróaði aðferð til að ferja BIOEFFECT EGF prótín yfir í fræ byggplöntu og fá hana þannig til að búa til eftirgerð vaxtarþáttarins. Þannig tókst að framleiða BIOEFFECT EGF í byggi með hreinum og öruggum aðferðum plöntulíftækni. Þegar framleiðslan fer fram í plöntum fylgir henni ákveðinn stöðugleiki, hreinleiki, sjálfbærni og aukin gæði. BIOEFFECT EGF er því kjörið fyrir þau sem kjósa að nota hreinar og sannarlega áhrifaríkar húðvörur.

Raunverulegur árangur staðfestur af klínískum rannsóknum.

Við erum stolt af vísindunum, vörunum og ekki síst árangrinum, sem fer ekki á milli mála. Fjölmargar klínískar innanhússrannsóknir hafa sýnt fram á ávinninginn af BIOEFFECT EGF húðvörum. Við höfum framkvæmt yfir 50 vísindalegar rannsóknir á vörunum okkar. Rannsóknirnar standa frá 30 dögum í allt að 3 ár. Síðastliðinn áratug hafa yfir 2.000 íslenskar konur prófað vörurnar okkar og fengið að upplifa ótrúlegan árangur.

Niðurstöður allra okkar rannsókna sýna að notkun húðvara, sem innihalda BIOEFFECT EGF, hefur öflug áhrif á ásýnd húðarinnar og heilbrigða starfsemi hennar. Þessi áhrif fela meðal annars í sér aukinn raka, sléttari og þéttari húð og aukna framleiðslu kollagens.

Hleð inn síðu...