Þessar óvenjulegu meðferðir urðu ekki til á samfélagsmiðlum. Þeir sáu engu að síður til þess að dreifa boðskapnum og kynna nýjungarnar fyrir milljónum manna um allan heim.
‚Slugging‘ á rætur að rekja til K-beauty heimsins í S-Kóreu. ‚Slugging‘ felst í að innsigla húðina yfir nótt, t.d. með vaselíni, og læsa þannig raka inni. Aðferðin er yfirleitt notuð fyrir andlitið en hana má einnig nota til að auka raka annars staðar á líkamanum, til dæmis á fótum eða vörum.
Við ræddum ‚slugging‘ við Dr. Björn Örvar, einn stofnenda BIOEFFECT og framkvæmdastjóra rannsókna og nýsköpunar. Hann sagði okkur frá kostum og göllum þessarar óvenjulegu meðferðar og hvernig best væri að framkvæma hana heima við. „Markmiðið með ‚slugging‘ er að viðhalda eða hækka rakastig húðarinnar með því að læsa raka inni með einhvers konar innsigli. Þannig er hægt að koma í veg fyrir vökvatap frá húðinni. Með þessu móti verður húðin rakari, þéttari og heilbrigðari,“ útskýrir Björn.
Líkt og aðrar húðmeðferðir hentar ‚slugging‘ ekki öllum. Ef þú ert með olíukennda eða bólótta húð gæti gert illt verra að læsa inni efni sem ef til vill stífla húðina enn frekar. Í þessu samhengi bendir Björn á hversu mikilvægt er að treysta því efni sem notað er til að innsigla húðina: „Ef við teljum að efnið geti verið ertandi eða skaðlegt þá ættum við alls ekki að skilja það eftir á húðinni. Við þurfum að gæta þess að innihaldsefnin sem við notum til að ‚slugga‘ séu eins hrein og náttúruleg og kostur er á. Það er óhætt að segja að BIOEFFECT vörurnar henti vel í þessum tilgangi. EGF Serum inniheldur til dæmis aðeins 7 efni og í Imprinting Hydrogel maskanum eru aðeins 13 innihaldsefni. Við hjá BIOEFFECT kappkostum að nota eins fá og hrein efni og hægt er í allar okkar vörur,“ segir Björn.
Líklega vita fæst okkar að ‚slugging‘ er aðferð sem húðvöruframleiðendur hafa stundað lengi. Petrolatum — gjarnan þekkt sem vaselín — er algengt innihaldsefni í ýmsum andlitskremum. Þetta er einmitt efnið sem er oftast notað í ‚slugging‘ til að innsigla húðina og viðhalda raka.
Með EGF Serum og Imprinting Hydrogel Mask er sáraeinfalt að ‚slugga‘ að hætti BIOEFFECT. Okkar aðferð er sérhönnuð með tilliti til vörulínunnar okkar og sér til þess að viðhalda EGF virkninni.
„Hugmyndin á bak við Imprinting Hydrogel Mask og Imprinting Eye Mask var sú að þróa vörur sem myndu auka áhrif og virkni EGF Serum. Sú hugmynd er sáraeinföld — með því að bera EGF Serum á húðina og setja svo maska á andlitið minnkum við vökvatap frá húðinni og aukum rakastigið svo um munar. Hækkandi rakastig eykur svo enn frekar á áhrif EGF, líkt og rannsóknir okkar hafa margsannað,“ segir Björn.
Slugging‘ er því vel til þess fallið að auka raka í húðinni. Dr. Björn Örvar hefur meira að segja haldið því fram að K-beauty hreyfingin í S-Kóreu sé í fremstu röð á sviði húðvöruþróunar. Það er því vel þess virði að prófa meðferðina, sérstaklega á afmörkuð líkamssvæði sem eiga það til að verða þurr. Aftur á móti kunna líklega ekki allir við tilhugsunina um að bera vaselín á andlitið og leyfa því að sitja á húðinni klukkustundum saman. Ef svo er mælum við heils hugar með ‚slugging‘ að hætti BIOEFFECT; rakagefandi meðferð sem einnig vinnur gegn sjáanlegum merkjum öldrunar.
Allar okkar vörur eru án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens og henta því öllum húðgerðum, hvort sem þú ert með þurra, blandaða eða olíukennda húð. Við höfum framkvæmt fjölmargar rannsóknir sem staðfesta virknina. Við mælum með að para saman BIOEFFECT EGF og Imprinting Hydrogel Mask til að uppfylla öll markmið ‚slugging‘ — og meira til!