Áfram veginn!
Hróður BIOEFFECT varanna barst brátt út fyrir landsteinana og árið 2016 varð BIOEFFECT fyrst íslenskra fyrirtækja til að kynna nýjar vörur sínar í stórversluninni Harrods í London. Ári síðar var ráðist til inngöngu á bandarískan markað og það árið BIOEFFECT hlaut þá einnig hin virtu Marie Claire Prix d‘Excellence verðlaunin. Með því að leita sífellt nýrra leiða í nýsköpun og slaka aldrei á kröfum um gæði, hefur BIOEFFECT öðlast fjölmargar viðurkenningar um allan heim. Þær viðurkenningar hvetja fyrirtækið áfram í að sækja fram og kanna nýjar slóðir.
Árið 2019 voru dyr gróðurhúss BIOEFFECT opnaðar fyrir gestum svo áhugasamir mættu skoða hvernig hið verðmæta bygg er ræktað.
Á tíunda starfsárinu var svo fyrsta BIOEFFECT verslunin opnuð í Reykjavík. Afmælinu er einnig fagnað með framleiðslu á takmörkuðu upplagi af EGF Serum afmælisútgáfu þar sem EGF prótínið ser ræktað úr svörtu byggi. Listamaðurinn Shoplifter / Hrafnhildur Arnardóttir var fenginn til að búa fallega um afmælisútgáfuna og útkoman er afar eigulegur listgripur.