Beint í efni

BIOEFFECT X Þórdís Erla Zoëga.

Í ár eru einstaklega fallegu gjafasettin unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga. Það er árleg hefð hjá BIOEFFECT að velja íslenska listakonu til að vinna með og við erum virkilega stolt og ánægð með samstarfið við Þórdísi Erlu.

Þórdís Erla Zoëga.

Þórdís Erla Zoëga er metnaðarfull listakona sem hefur þegar skapað sér nafn í listaheiminum hérlendis og erlendis. Þórdís Erla á viðburðarríkan feril að baki, hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar 2022 og í Gróttu er að finna fallegt útilistaverk eftir hana.

Þórdís hefur sett upp sýningar víðsvegar um heim og nýverið bar Þórdís Erla sig­ur úr být­um í sam­keppni meðal lista­manna um nýtt útilistaverk við nýj­an Land­spít­ala. Vinningstillaga Þór­dís­ar Erlu nefn­ist 'Upphaf' og er verkið hring­laga form sem ætlað er að af­mark­a ann­ars veg­ar tjörn og hins veg­ar setsvæði til hliðar við aðal­inn­gang bygg­ing­ar­inn­ar.

„Mér finnst sérstaklega áhugavert að nota efni sem hægt er að leika sér að með ljósi og reyna að fanga töfra hversdagsleikans.”

Þórdís Erla útskrifaðist úr Gerrit Rietveld Akademie í Amsterdam og vinnur meðal annars með skúlptúra, málverk og myndbönd. Verk hennar hafa verið sýnd um allan heim – til dæmis í Kaupmannahöfn, Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi. Þórdís Erla er partur af BERG Contemporary, íslenskt listagallerí sem veitir fjölbreyttan vettvang fyrir samtímalist með því að sýna bæði upprennandi og rótgróna listamenn í gegnum nýstárlegar sýningar. Hjá BERG Contemporary, á Smiðjustíg 10, er hægt að nálgast verk Þórdísar Erlu og upplýsingar um núverandi og fyrri sýningar má finna á bergcontemporary.is.

„Í sköpun minni dansa ég á línunni milli listar og hönnunar. Ég vinn með ýmis efni, en mér finnst sérstaklega áhugavert að nota efni sem hægt er að leika sér að með ljósi og reyna að fanga töfra hversdagsleikans. Innblásturinn fyrir gjafasettin kom frá EGF húðdropunum og ferðalagi þeirra frá 'ytri' heiminum til 'innri' heims húðarinnar. Ég vildi túlka ferðalag þeirra í gegnum húðlögin þar til þeir ná áfangastað og byrja að virka.“

Þórdís Erla einsetti sér einnig að vinna með ímynd og einkenni vörumerkisins og skapa verk í þrívídd út frá einkennandi röndum BIOEFFECT vörumerkisins.

„Innblásturinn fyrir gjafasettin kom frá EGF húðdropunum og ferðalagi þeirra frá ytri heiminum til innri heims húðarinnar."

„Frá því að BIOEFFECT hafði samband við mig hef ég notið þess að læra um vísindin og allt sem stendur að baki vörumerkinu. Mér finnst einnig áhugavert að kafa ofan í vöruhönnun; frá rannsóknarstofunni til vörunnar á hillunni og hvernig hún hefur samskipti við manneskjuna sem notar vöruna.“

Samspil lista, hönnunar og vísindalegrar forvitni Þórdísar Erlu er það sem gerir hana að áhugaverðri og framúrskarandi listakonu sem vert er að fylgjast með. Skapandi aðferðir hennar við að vinna með nýja og áhugaverða miðla og efni endurspeglast í fjölbreyttum verkum hennar og fanga svo sannarlega augað.

BIOEFFECT X Þórdís Erla Zoëga gjafasettin fást í verslun BIOEFFECT Hafnartorgi, bioeffect.is og á völdum sölustöðum.

Hleð inn síðu...