Oft er sagt að það taki 21 dag að tileinka sér nýjar venjur, en samkvæmt rannsókn University College í London getur tekið allt að 66 daga að ná raunverulegum tökum á þeim. Þess vegna er lykilatriði að finna leiðir til að festa góðar venjur í sessi svo hægt sé að gera raunverulegar langtímabreytingar.
Janúar er kjörinn tími til að gera jákvæðar og eflandi lífstílsbreytingar. Óhóf hátíðahaldanna er að baki auk þess sem kaldir vetrardagar og óvenju mikil innivera hafa leikið húðina grátt.
Húðin er stærsta líffærið. Hún er næm fyrir umhverfisáhrifum á borð við mengun, veðurbreytingar og óreglulega umhirðu, sem getur haft skaðleg áhrif sem valda því að húðin þarf á sérlega góðri meðhöndlun að halda.
Það sem gerist innra með okkur skiptir ekki síður máli hvað húðina varðar. Minni sykurneysla getur haft afar jákvæð áhrif á ástand húðarinnar auk þess sem neysla góðrar fitu, sem finnst t.d. í feitum fiski, ólífuolíu, hnetum og fræjum, eykur heilbrigði húðarinnar.