Beint í efni

Fögnum 15 árum af vísindum og virkni.

Við springum út og fögnum 15 árum með blómstrandi afmælisútgáfu af okkar allra vinsælustu vöru EGF Serum. EGF Serum var fyrsta varan sem við settum á markað árið 2010 og þessi einstaka formúla 7 virkra innihaldsefna gerði BIOEFFECT að brautryðjanda í þróun og framleiðslu hreinna og virkra húðvara.

EGF Serum Special Edition inniheldur okkar margverðlaunaða EGF Serum (30 ml) og þrjár lúxusprufur af áhrifaríkum BIOEFFECT vörum: EGF Eye Serum (3 ml), EGF Essence (15 ml) og Hydrating Cream (7 ml). Afmælisútgáfan er myndskreytt af íslensku listakonunni Heiðdísi Helgadóttur með brennisóleyjum sem blómstra um allt Ísland á sumrin.

EGF Serum Special Edition er á sama verði og EGF Serum 30 ml.

Sérútgáfan inniheldur:

EGF Serum (30 ml)

Byltingarkenndir húðdropar sem innihalda aðeins 7 hrein og áhrifarík innihaldsefni. EGF Serum er sérstaklega þróað til að vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við fínar línur og hrukkur, auka þéttleika og veita langvarandi raka. Klínískar innanhússrannsóknir sýna að með aðeins 2-4 dropum af EGF Serum eykst rakastig húðarinnar, ásýnd hrukka og fínna lína minnkar og húðin verður þéttari. EGF Serum var valið ein af „100 bestu húðvörum allra tíma“ af fagtímaritinu WWD árið 2024.

Útgáfan inniheldur jafnframt þrjár lúxusprufur af vinsælum BIOEFFECT vörum:

EGF Eye Serum (3 ml) er áhrifaríkt augnserum sem nærir, þéttir og sléttir húðina á viðkvæmu augnsvæðinu. Augnserumið var valið besta augnmeðferðin hjá fagtímaritinu Who What Wear árið 2023.

EGF Essence (15 ml) er endurnærandi rakavatn sem greiðir fyrir upptöku og virkni EGF og viðheldur heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hydrating Cream (7 ml) er einstaklega létt en nærandi rakakrem sem tryggir djúpan og langvarandi raka.

Tilefni til að blómstra.

Afmælisútgáfan skartar mynd af brennisóleyjum, en sóleyjar tákna hreinleika og endurspegla vel áherslu BIOEFFECT á grænar og hreinar húðvörur sem ýta undir heilbrigði húðarinnar.

Áhrifarík EGF húðrútína.

EGF Serum Special Edition inniheldur allt sem til þarf í milda en áhrifaríka húðrútínu.

Skref 1: Berðu EGF Essence á hreina og þurra húð. Helltu nokkrum dropum af rakavatninu í lófann og þrýstu mjúklega inn í húðina á andliti, hálsi og bringu.

Skref 2: Berðu 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu með mjúkum hringhreyfingum upp á við.

Skref 3: Berðu EGF Eye Serum á hreina húð umhverfis augun. Nuddaðu mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu.

Skref 4: Berðu að lokum Hydrating Cream á andlit, háls og bringu. Nuddaðu upp á við með mjúkum strokum. Bíddu í 3–5 mínútur til að leyfa húðinni að draga í sig rakann áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið.

Við mælum með þessari húðrútínu bæði kvölds og morgna til að hámarka árangurinn.

Hámarkaðu virknina.

Imprinting Hydrogel andlitsmaskarnir eru þróaðir til að hámarka virkni BIOEFFECT seruma og veita djúpvirkan raka. Við mælum með því að nota maska einu sinni til tvisvar í viku sem viðbót við reglulega húðrútínu.

Hleð inn síðu...