En hvað er EGF?
EGF stendur fyrir Epidermal Growth Factor en það er prótín sem gegnir mikilvægu hlutverki í húðinni. Frá fæðingu og fram til fullorðinsára framleiða líkamar okkar ríkulegt magn af sértækum prótínum sem stýra frumum og senda þeim skilaboð um að gera við, endurnýja sig eða fjölga sér. EGF er eitt mikilvægasta prótínið í húðinni og hjálpar til við að auka framleiðslu á kollageni og elastíni til að viðhalda heilbrigðri, þéttri og unglegri húð.
Þegar við náum fullum þroska dregst framleiðsla EGF í húðinni saman sem smám saman hefur áhrif á útlit okkar. Þéttni húðar minnkar um 1% á hverju ári eftir tvítugt og minnkar enn hraðar á breytingaskeiðinu. Húðin byrjar að slappast auk þess sem fínar línur og hrukkur láta á sér kræla. Og það er þar sem EGF húðvörur BIOEFFECT koma inn, en þær fylla á náttúrulegar birgðir líkamans af EGF og endurvekja húðfrumur – og hjálpa þannig til við að hægja á öldrun.