Við hönnun gjafakassanna sótti James innblástur í gróðurhús BIOEFFECT. Margslungið mynstrið fléttast út frá grænum röndunum í einkennismerki BIOEFFECT, teygir sig til allra átta og myndar margvísleg form sem vísa til byggplöntunnar og EGF prótínsins.
„Eftir heimsóknina í gróðurhúsið vissi ég að mig langaði til að skapa eitthvað yfirnáttúrulegt, en þó með sterka tengingu við vísindi. Ég vildi endurspegla byggplöntuna og myndmerki BIOEFFECT — bæði í bókstaflegri og afleiddri merkingu. Ég byrjaði á að viða að mér upplýsingum um EGF prótínið og heillaðist samstundis af uppbyggingu þess og birtingarmynd. Það minnti mig á borða og þræði, sem eðlilega höfðar til textíllistamanns. Verkin mín beinast gjarnan að breytingaferli þar sem ég reyni að fanga augnablik umbreytingar eða hamskipta. Ég ákvað að láta prótínþræðina teygja sig út frá myndmerkinu þar sem þeir umbreytast í silfurlit byggfræ. Þegar hugmyndin var komin niður á blað hófst ég handa við útsauminn. Ég gerði tilraunir með græna þræði og notaði silfurþráð í smáatriðin. Að lokum fæddist fullunnið verk.“