Hámarkaðu raka húðarinnar.
Senn líður að hausti með tilheyrandi kulda og því er mikilvægt að huga vel að húðinni.
Nægur raki er lykillinn að fallegri húð sem ljómar af heilbrigði. EGF prótínið sem við framleiðum í byggi er ekki aðeins gott í baráttunni við hrukkur heldur hjálpar það einnig húðinni að binda meiri raka, svo húðin virkar þrýstnari og sléttari. Hér eru nokkur góð ráð hvernig þú getur raðað réttu BIOEFFECT vörunum saman til að hámarka rakann í haust.
Það er afar mikilvægt að drekka nóg af vatni yfir daginn til að tryggja að við veitum húðinni nægan raka að innan frá. Svo er einnig gott að hafa rakasprey við höndina, eða í töskunni, til að gefa húðinni aukaskot af raka. BIOEFFECT OSA Water Mist inniheldur kísilsýru (OSA) og hágæða hýalúrónsýru sem báðar styrkja húðina og gefa henni raka. Taktu nokkrar mínútur fyrir sjálfa þig með reglulegu tímabili, lygndu aftur augunum, úðaðu tvisvar til þrisvar yfir andlit og háls og slakaðu á.
Kvöldin eru sá tími sem þú getur gert hvað mest fyrir húðina þína, því hún er í viðgerðarfasa á meðan við sofum. Því dugar ekkert minna en BIOEFFECT EGF Serum húðdroparnir góðu. EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna og dregur úr hrukkum og fínum línum svo um munar, eykur þéttleika og þykkt húðar og bætir rakastig hennar. Þú þarft aðeins 2-4 dropa fyrir andlit og háls (og jafnvel bringu), ef þú notar meira þá hættir til að serumið verði klístrað á húðinni.
Til að hámarka raka og virkni EGF er svo frábært að nota BIOEFFECT Imprinting Hydrogel Maska yfir serumið. EGF er prótín sem þrífst best í vatnskenndu umhverfi. Gelmaskinn myndar rakagefandi hjúp á húðinni og fullkomið umhverfi fyrir EGF. Settu maska á þig eftir að þú hefur borið EGF Serum á, leyfðu honum að vera á í 15 mínútur. Nuddaðu afgangsserumi inn í húðina eftir að þú hefur tekið maskann af og þá ertu tilbúin fyrir koddann. Húðin þín mun þakka þér næsta morgun!