Eftir að heimsfaraldur hefur herjað á okkur hefur breytt hugarfar og áherslur á andlega og líkamlega heilsu aukist, með þessum breytingum sá húðvöruheimurinn mikinn vöxt í áhuga á ‘skinimalism’.
‘Skinimalism’ er að huga að húð sinni með færri en virkari húðvörum, frekar en að stóla á hyljara, farða og sólarpúður til að veita húð þinni ljóma og líf. Fólk vill nú enn meira hreinar og virkar vörur sem hjálpa húð þeirra í átt að heilbrigði og náttúrulegum ljóma. Þannig í stuttu máli er ‘skinimalist’ rútína sú sem byggir á sem fæstum vörum, með eins hreinum og fáum innihaldsefnum og hægt er.
Hvernig munu þessir nýju tískustraumar í húðumhirðu hafa áhrif á húð okkar árið 2022? Við spjölluðum við dr. Björn Örvar, einn af stofnendum BIOEFFECT og framkvæmdastjóra rannsókna og nýsköpunar, til að heyra meira um þessar áhugaverðu breytingar.
“Yfir síðasta áratug, höfum við upplifað mun vísindalegri og beinskeyttari leiðir þegar það kemur að því hvernig húðvörur eru blandaðar. Markaðurinn vill fá raunverulegar sannanir um virkni húðvara og þar að auki einfaldari, öruggari og tærari formúlur. Við höfum loksins einnig séð líftækni færa sig inn á svið húðvara, eitthvað sem að við hjá BIOEFFECT höfum verið að gera í mörg ár með EGF próteininu okkar sem er ræktað í byggplöntum. Ég geri ráð fyrir því að líktækni muni verða ennþá mikilvægari í húðvöruheiminum á komandi árum, þar sem þessi tækni getur veitt okkur kraftmikil tól þegar kemur að því að blanda sérstakar formúlur með virkum innihaldsefnum sem húðin okkar gæti þurft á að halda eða haft bót af. Einnig sjáum við líftækni hjálpa til við að búa til vörur fyrir sérstök húðvandamál með hjálp læknisvísinda og húðfræðinga.”
Með allt þetta í huga, er mjög áhugavert að heyra álit Dr. Björns á hvernig heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á húð okkar þar sem að grímunotkun var orðin hluti af hversdagsleikanum. Dr. Björn útskýrir að “það er að vernda húðina heldur áfram að vera miðpunkturinn þegar kemur að húðumhirðu árið 2022, þar sem grímunotkun var orðin okkar nýji hversdagsleiki. Það sem meira er, er að rannsóknir halda áfram að sýna ertingu sem umhverfisþættir eins og t.d. UV geislar, mengun, streita og mataræði eru ástæða fyrir ósýnilegri bólgum í húð. Bólgur eins og þessar eru mjög varasamar þegar það kemur að sýnilegri öldrun húðar og kallast á ensku ‘inflamm-aging’ (‘bólgu-öldrun’), með því að brjóta niður kollagen og teygjanleika húðarinnar yfir langan tíma, sem hefur áhrif á hvernig húðin starfar best. Út af þessu munum við líklegast sjá spennandi nýjungar sem notast við mildari innihaldsefni til að passa að húðin geti starfað eins og hún á að gera, geti viðhaldið raka og komið í veg fyrir ertingu og bólgum í húð.”
Á síðasta ári kynntum við til leiks nýtt og byltingarkennt andlitskrem, EGF Power Cream, sem hefur á mjög stuttum tíma unnið sér sess sem ein vinsælasta vara BIOEFFECT og fengið lof um allan heim. EGF Power Cream inniheldur úrval virkra og sérvalinna efna úr plönturíkinu. Það inniheldur meðal annars lykilhráefnið okkar, EGF, auk betaglúkans sem við framleiðum á sjálfbæran hátt úr byggplöntum. “Þegar við settum EGF Power Cream á markað, voru innihaldsefnin vel valin úr plönturíkinu eins og okkar einstaka EGF sem er unnið úr byggi og einnig efni sem draga úr ertingu eins og Oridonin, Barley Beta Glucan, Niacinamide og að lokum innihaldsefni sem herma eftir náttúrulegum aðferðum húðar við að viðhalda raka – Hyaluronic Acid, Squalene og Glycerin. EGF Power Cream er ný kynslóð af andlitskremi og er byltingarkennt vopn í baráttunni gegn sýnilegum ummerkjum öldrunar á húð. Það er bæði kraftmikið og djúpvirkandi, vinnur á fínum línum, jafnar lit og áferð og eykur þéttleika húðarinnar.