Beint í efni

Kraftmikil og áhrifarík húðrútína

Við kynnum EGF Power —háþróaðar húðvörur sem byggja á hinum margverðlaunuðu BIOEFFECT EGF vörum. Þessi byltingarkennda lína er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða og þurra húð. Kraftmiklar húðvörur sem vinna á hrukkum og fínum línum, dökkum blettum, litamisfellum, þurrki og auka þéttleika.

3. skrefa EGF Power húðrútína

Skref 1: Berðu 2-4 dropa af EGF Power Serum á hreina húð og dreifðu mjúklega með hringlaga hreyfingum upp á við.

Skref 2: Berðu EGF Power augnkremið á með því að dreifa því mjúklega með fingurgómunum á svæðið undir augum. Byrjaðu við augnkrók, haltu áfram undir auganu og upp á augnlokin þar til húðin er þurr viðkomu.

Skref 3: Berðu næst EGF Power andlitskremið á andlit, háls og bringu. Berðu kremið mjúklega á með léttum, hringlaga hreyfingum. Bíddu í 3-5 mínútur áður en farði eða sólarvörn er sett á.

EGF Power Serum, Cream & Eye Cream

BIOEFFECT Power vörurnar— EGF Power Serum, EGF Power augnkrem og EGF Power andlitskrem eru háþróaðar húðvörur sem byggja á hinum margverðlaunuðu BIOEFFECT EGF vörum. Þessi byltingarkennda lína er sérstaklega þróuð fyrir þroskaða og þurra húð. Kraftmiklar húðvörur sem vinna á hrukkum og fínum línum, dökkum blettum, litamisfellum, þurrki og auka þéttleika.

Nú býðst þessi öfluga EGF Power rútína á 20% lægra verði.

Fullt verð: 57.470 kr.
Þitt verð: 45.976 kr.

EGF Power Cream & Eye Cream

Þessi öfluga tvenna veitir árangursríka hjálp gegn öldrun húðarinnar.

EGF Power andlitskrem er silkimjúkt og djúpnærandi andlitskrem sem vinnur gegn fimm helstu öldrunareinkennum húðar: fínum línum og hrukkum, öldrunarblettum, slappleika, húðþynningu og þurrki. Kremið er þróað með áhrifamikilli blöndu af virkum innihaldsefnum sem vinna saman að heilbrigði húðarinnar.

Nýja EGF Power augnkremið vinnur á margvíslegum öldrunareinkennum á viðkvæmu húðinni undir og í kringum augun. Þetta byltingarkennda augnkrem dregur sýnilega úr fínum línum og hrukkum, og veitir um leið áhrifaríka vörn gegn dökkum baugum, bólgum og þurrki.

Nú býðst þessi öfluga EGF Power tvenna á 15% lægra verði.

Fullt verð: 37.480 kr.
Þitt verð: 31.858 kr.

EGF Power Serum & Eye Cream

Þessi öfluga tvenna veitir árangursríka hjálp gegn öldrun húðarinnar.

EGF Power Serum er afar öflug húðvara sem er sérstaklega þróuð til að styrkja ysta varnarlag húðarinnar, jafna húðlit og vinna á sjáanlegum öldrunarmerkjum á borð við hrukkur, litamisfellur og þurrk. EGF Power Serum er framsækin formúla aðeins 12 hreinna og virkra efna.

Nýja EGF Power augnkremið vinnur á margvíslegum öldrunareinkennum á viðkvæmu húðinni undir og í kringum augun. Þetta byltingarkennda augnkrem dregur sýnilega úr fínum línum og hrukkum, og veitir um leið áhrifaríka vörn gegn dökkum baugum, bólgum og þurrki.

Nú býðst þessi öfluga EGF Power tvenna á 15% lægra verði.

Fullt verð: 35.480 kr.
Þitt verð: 30.158 kr.

Hámarkaðu árangurinn

Imprinting Hydrogel andlitsmaskinn er sérstaklega þróaðir til að hámarka virknina sem BIOEFFECT serum gefa og veita húðinni um leið djúpan raka. Taktu andlitsrútínuna á næsta stig og settu andlitsmaska yfir serumið 1-2 sinnum í viku.

Hleð inn síðu...