Þessi ótrúlegi metnaður Shoplifter fyrir verkefninu og sú sýn sem hún hafði þýddi að við þurftum hugmyndaríkan framleiðanda. Árið 2015 unnum við með franska glervörufyrirtækinu Pochet du Courval þegar við útbjuggum fallega bleika flösku fyrir 5 ára afmælisútgáfuna. Fyrirtækið býr yfir meira en 400 ára reynslu af flókinni glerframleiðslu og nýstárlegum glerskurði og margir af helstu ilmvatns- og snyrtivöruframleiðendum heimsins eru meðal viðskiptavina þess. Aðalsmerki fyrirtækisins er sérlega tært gler sem hægt er að skera í áhrifamikil mynstur og yfirborð glersins svo skreytt með mismunandi áferð.
Litadýrð og ljósbrot.
Í tilefni af 10 ára afmæli BIOEFFECT og EGF Serum húðdropanna vildum við gera eitthvað sérstakt. Eitthvað sem viðskiptavinir okkar vildu ólmir eignast og hafa til sýnis heima hjá sér.
Við hófum leiðangur okkar með því að banka upp á hjá hinum heimsþekkta íslenska listamanni Shoplifter / Hrafnhildi Arnardóttur og biðja hana að leggja okkur lið í þessu skemmtilega verkefni. Hún tók erindinu vel en Shoplifter hefur áður unnið með BIOEFFECT þegar hún hannaði fallegar umbúðir fyrir hátíðarútgáfu EGF Serum á 5 ára afmælinu.
Shoplifter leitar mjög í náttúruna eftir listrænni andagift og helst það í hendur við gildi BIOEFFECT. „Þegar ég hannaði glasið vildi ég túlka vísindin enda er glasið nánast eins og meðalaglas í grunninn – en með því að skera út dropann í þykkt glerið verður til vísun í EGF Serumið. Ég vissi líka að ég vildi ekki venjulegt, glært gler. Þetta gler hefur einstakan gljáa og endurkastar litbrigðum regnbogans sem gefur því nánast yfirnátturlegt yfirbragð – töfrum líkast,“ segir hún.