Árlegu gjafasettin innihalda úrval vinsælustu vara BIOEFFECT. Virka innihaldsefnið í húðvörum okkar, BIOEFFECT EGF, er framleitt með aðferðum plöntu-líftækni og vörurnar þróaðar til að fyrirbyggja og hægja á öldrun húðarinnar og bera raunverulegan árangur. Gjafasettin eru á allt að 25% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.
Gjafasettin voru unnin í samstarfi við listakonuna Þórdísi Erlu Zoëga og útkoman er töfrandi ferðalag EGF húðdropanna í gegnum húðlögin. Verk hennar Þórdísar Erlu fanga kjarna vísinda BIOEFFECT og virkni húðdropanna með því að skapa sjónrænt ferðalag þeirra.