EGF úr byggi – Aðal innihaldsefni handserumsins er EGF úr byggi, eins og nafnið gefur til kynna. Endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtarþáttur, sem vísindateymið okkar framleiðir úr byggplöntum. EGF úr byggi getur eflt hæfni húðarinnar við að draga til sín og viðhalda raka. Jafnara rakastig og aukinn raki í húðlögunum viðheldur þykkri og þéttri ásýnd húðarinnar. EGF úr byggi styður einnig við framleiðslu húðarinnar á kollageni, elastíni og hýalúronsýru og stuðlar því að sléttri og heilbrigðari ásýnd.
Hýalúronsýra – Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka.
Níasínamíð – Annað lykilinnihaldsefni í EGF Hand Serum, einnig þekkt sem B3 vítamín. Það er þekkt fyrir að bæta áferð, jafna húðlit og auka ljóma auk þess að lágmarka ásýnd fínna lína. Níasínamíð stuðlar að sterkara varnarlagi húðar
Seramíð – Seramíð er talið veita djúpan raka og koma jafnvægi á rakastig húðarinnar. Einnig eflir það virkni ysta varnarlags húðarinnar og hefur því verndandi áhrif gegn skaðlegum utanaðkomandi áhrifum, svo sem af völdum veðurs eða mengunar.
Díglýserín – Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Díglýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
Íslenskt vatn – Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.