Hrein og náttúruleg húðvara.
Hreinleiki er grunnstoð í allri okkar starfsemi og þegar við tölum um hreinleika er merkingin margþætt: Vörurnar okkar innihalda eins fá innihaldssefni og mögulegt er og vatnið sem við notum er upprunnið úr íslenskum náttúrulindum. Hátæknigróðurhúsið okkar er knúið orku frá endurnýjanlegum auðlindum. Þetta er skilgreining okkar á hreinleika — sem einkennir allt starf BIOEFFECT.
Tær húðvara - Íslenskt vatn.
Við notum hreint íslenskt vatn, sem síast hefur í gegnum aldagömul hraunlög, í vörulínuna okkar. Þetta náttúrulega hreinsunarferli skilar vatni sem er afar hreint; ómengað og óspillt svo ekki er þörf á bæta það með hreinsiefnum líkt og víða annars staðar í heiminum. Íslenskt vatn er mjúkt vatn sem merkir að það er efnasnautt og styrkur harðra steinefna á borð við kalsín og magnesíum er mjög lágur. Þetta hreina og mjúka vatn fer húðina afar mildum höndum og veldur síður þurrki eða ertingu. Þetta er vatnið sem við notum til að vökva byggplönturnar í gróðurhúsinu okkar og sem innihaldsefni í húðvörurnar okkar til að tryggja að formúlurnar séu eins hreinar og kostur er á.
Náttúruleg húðvara - Náttúruleg afurð.
Vísindateymið okkar þróaði aðferð til að ferja EGF prótín yfir í fræ byggplöntu og fá hana þannig til að búa til eftirgerð vaxtarþáttarins. Við framleiðum EGF í byggi með hreinum og öruggum aðferðum plöntulíftækni í vistvæna gróðurhúsinu okkar á Reykjanesi.
Til að lesa meira um vistvæna hátæknigróðurhúsið okkar.
Óspillt húðvara - Fá innihaldsefni.
Vörurnar okkar innihalda eins fá efni og mögulegt er – og aðeins þau sem húðin þarf náttúrulega og raunverulega á að halda. Við notum aðeins 7 til 23 hrein og virk efni í hverja vöru. Allar vörur BIOEFFECT eru því hreinar, öruggar og eiturefnalausar og henta öllum húðtegundum – meira að segja mjög viðkvæmri húð.
Vistvæn húðvara - Endurvinna og endurnýta.
Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að finna sjálfbærari og vistvænni lausnir í allri okkar starfsemi. Nær allar okkar umbúðir eru endurvinnanlegar.
Hrein húðvara - 0% Alkóhól, ilmefni, sílikon.
Okkar markmið er að allar vörur BIOEFFECT henti öllum húðtegundum – meira að segja mjög viðkvæmri húð. Allar vörurnar okkar eru eiturefna-, lyktarefna-, þalat- og parabenalausar.
Vottað gæðakerfi.
Bioeffect vinnur eftir vottuðu gæðakerfi (ISO 9001:2015) og fylgir GMP staðlinum „Góðir framleiðsluhættir fyrir snyrtivörur", (e.Cosmetic Good Manufacturing Practice). Markmið staðalsins er að tryggja að framleiðslan fylgi ströngustu gæðakröfum.
Gæðakerfi BIOEFFECT byggir á eftirfarandi:
• ISO-9001:2015 Quality Management System – Requirements
• ISO 22716:2007 Cosmetics - Good Manufacturing Practices (GMP) – Guidelines
• REGULATION (EC) No 1223/2009 OF THE EUROPEAN PARLIAMENT AND OF THE COUNCIL of 30 November 2009 on cosmetic products