Gerðu vel við þig.
Hér er okkar tillaga að endurnærandi og verðskulduðum dekurdegi.

Uppskrift að einföldum dekurdegi að hætti BIOEFFECT.
Það þarf ekki að vera flókið að framkvæma húðmeðferð heima í stofu. Raunar getur verið sérstaklega slakandi og endurnærandi að taka dekurdag heima við. Smáatriðin geta gert gæfumuninn – kveiktu á kerti, hlustaðu á notalega tónlist og finndu leiðir til að skapa róandi andrúmsloft. Hér er okkar tillaga að endurnærandi dekurdegi.
Einstaki kaupaukinn okkar inniheldur allt sem til þarf í endurnærandi dekurdag. Í takmarkaðan tíma fylgir þessi veglegi kaupauki þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

SKREF 1
Leggstu í heitt bað og láttu fara vel um þig eins lengi og þig lystir! Mundu að þrífa húðina vel. Við mælum sérstaklega með Volcanic Exfoliator andlitsskrúbbinum sem hreinsar húðina á afar mildan en áhrifaríkan hátt.

SKREF 2
Þurrkaðu þér og vefðu laufléttu og mjúku microfiber hárhandklæðinu eins og hettu utan um blautt hárið. Snúðu varlega upp á handklæðið, dragðu það aftur fyrir hnakka og festu teygjuna.

SKREF 3
Berðu EGF Day Serum á andlit, háls og bringu. Nýttu tækifærið og gefðu þér róandi andlitsnudd í leiðinni – Þrýstu vörunni þétt en mjúklega inn í húðina með hringhreyfingum upp á við.

SKREF 4
Því næst skaltu leggja Imprinting Hydrogel andlitsmaskann á andlitið og leyfa honum að sitja á húðinni í um 15 mínútur. Á meðan gætir þú lagst undir teppi og horft á uppáhalds þáttinn þinn, lesið bók eða gefið þér handsnyrtingu.

SKREF 5
Ekki gleyma líkamanum! Berðu EGF Body Serum á allan líkamann með þéttum hringhreyfingum upp á við. Einbeittu þér sérstaklega að þurrum svæðum eða ójöfnum. Húðin verður þétt, slétt og silkimjúk!