Vellíðan, uppbygging og sjálfsmildi í anda svokallaðrar Self-Care stefnu hafa verið okkur hjá BIOEFFECT sérstaklega hugleikin.
Á síðustu árum hefur umræða um andlega og líkamlega heilsu aukist. Sú umfjöllun hefur aukið vitund um sjálfsuppbyggingu og sjálfsmildi – og þau áhrif sem þessar mikilvægu aðferðir geta haft. Í kjölfarið hafa sífellt fleiri tileinkað sér virkar en einfaldar leiðir í anda svokallaðrar Self-Care stefnu til að hafa jákvæð áhrif á eigin líðan. Þetta getur falist einföldum og hversdagslegum verkefnum á borð við að drekka vatnsglas, slökkva á snjalltækjum fyrir svefninn eða að taka til. Svo eru það viðameiri verkefni á borð við breytingar á mataræði eða að bóka tíma hjá sálfræðingi. Hvað sem fyrir valinu verður er lokaniðurstaðan sú sama: aukin vitund um að við getum sjálf haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu — oft án mikillar fyrirhafnar.
Vellíðan, uppbygging og sjálfsmildi hafa verið okkur hjá BIOEFFECT sérstaklega hugleikin. Einmitt þess vegna er kaupauki sumarsins innblásinn af þessari stefnu. Við vonum að þú njótir dekurpakkans, sem er sérhannaður til að veita viðskiptavinum okkar verðskuldað dekur að hætti BIOEFFECT.