Skref 1: handþvottur.
Byrjaðu á því að þvo hendur þínar vandlega með volgu vatni og sápu. Passaðu að ná vel öllum óhreinindum undan nöglunum og að þrífa vandlega alla olíu og óhreindindi af naglabeðunum. Þetta tryggir ekki aðeins að hendur þínar séu hreinar, heldur lengir einnig líftíma naglalakksins.
Skref 2: tími til að snyrta.
Þegar að hendur þínar hafa þornað er kominn tími til að móta neglurnar. Notaðu naglaklippur eða naglaþjöl til að móta þær. Því næst mælir Asami með því að nota 180-grit eða 250-grit naglaþjöl (grit er grófleiki naglaþjalarinnar, því hærri tala, því fíngerðari er þjölin) til að fínpússa formið sem þú hefur valið að móta neglur þínar.
Skref 3: mýkjum nú naglaböndin.
Leggðu hendur þínar í bleyti í volgu vatni í fimm mínútur til að mýkja naglaböndin. Mjúk naglabönd auðvelda þér að ýta þeim aftur sem mun að lokum veita þeim stílhreinna útlit og láta þær virðast lengri.
Skref 4: ýta aftur og þurka af.
Notaðu þurra grisju eða eyrnapinna til að ýta naglaböndum þínum varlega aftur, þetta undirbýr naglabeðið fyrir það sem koma skal. Þurrkaðu svo af alla þá dauðu húð sem hefur losnað við það að ýta henni aftur, þetta mun veita höndum þínum snyrtilegra heildarútlit.
Skref 5: skrúbb, skrúbb og silkimjúk húð!
Til að fjarlægja allar dauðar húðfrumur af höndum þínum, og til að leyfa handseruminu að virka sem allra best, mælir Asami með að nota örlítið af BIOEFFECT Volcanic Exfoliator og nudda honum vel um hendurnar eftir að hafa bleytt þær. Skolaðu þær svo með vatni. Til að viðhalda mjúkum höndum mælir hún einnig með að nota Volcanic Exfoliator tvisvar sinnum í viku.
Skref 6: raki, raki og aftur raki.
Spreyjaðu vel af BIOEFFECT OSA Water Mist yfir hendurnar áður en þú berð EGF Hand Serum á. Nuddaðu svo handseruminu um hendur þínar með hringlaga hreyfingum. Veittu handarbökum, fingrum og naglaböndum sérstaka athygli. Endurtaktu þetta skref kvölds og morgna til að næra húðina vel á höndunum og hjálpa til við að ljá þeim heilbrigða ásýnd.