Undraefnið EGF.
Kjarni BIOEFFECT varanna er hið óviðjafnanlega EGF (Epidermal Growth Factor) sem við ræktum úr byggplöntum. EGF er svokallaður frumuvaki – prótín sem finnst í húð og örvar endurnýjunarferli húðfruma auk þess sem það eykur framleiðslu kollagens og elastíns sem hjálpa húðinni að viðhalda heilbrigði sínu, þéttleika og ljómandi yfirbragði.
Lykillinn að heilbrigðri húð.
En hvað er EGF? EGF er prótín sem fyrirfinnst í húðinni allt frá fæðingu og þegar við skoðum húð ungbarna þá er hún unaðslega mjúk og þétt og grær sérstaklega hratt og vel. Það er EGF-ið í húðinni sem gerir þetta. Þegar við eldumst dregur verulega úr framleiðslu þessa prótíns og það hægir á allri eðlilegri viðgerðarstarfsemi og endurnýjunarferli húðfrumna. Það slaknar á húðinni, hún byrjar að þynnast og fínar línur og hrukkur fara að myndast. En þegar EGF er borið á yfirborð húðarinnar skilar virkni þess sér til allra frumna, endurnýjar náttúrulegar birgðir húðarinnar af EGF og hægir þannig á öldrun húðarinnar.
Vísindamenn hafa þekkt eiginleika EGF próteinsins í áratugi og áttað sig á mikilvægi þess fyrir húðina. Það er hins vegar flókið og dýrt að rækta það á öruggan hátt. BIOEFFECT er brautryðjandi á heimsvísu þar sem okkar EGF var hið fyrsta sem framleitt er í plöntum. Með því að rækta það í byggplöntum er BIOEFFECT EGF hreinna og stöðugra en það sem ræktað er með öðrum hætti – sem gerir það fullkominn valkost fyrir húðvörur.
BIOEFFECT hefur þróast mikið síðastliðinn áratug en grunngildin okkar og markmið eru enn þau sömu: Áframhaldandi rannsóknir og þróun til að móta framtíðina varðandi umhirðu húðar.