Þegar við fæðumst er húðin mjúk, slétt og þétt því hún inniheldur gnægð vaxtarþátta. Eftir því sem við eldumst dregur úr framleiðslu og virkni vaxtarþátta í húðinni. Í kringum tvítugsaldurinn byrjar náttúruleg framleiðsla þeirra að minnka, og á breytingaskeiðinu dregur verulega úr magni vaxtarþátta í húðinni. Þetta veldur því að húðin byrjar að slakna og fíngerðar línur og hrukkur myndast.
Einn mikilvægasti vaxtarþáttur húðarinnar er EGF (Epidermal Growth Factor) sem vísindateymi BIOEFFECT hefur þróað eftirlíkingu af og er lykilinnihaldsefni í húðvörulínu BIOEFFECT. Vaxtarþættirnir þrír sem BIOEFFECT notar í húðvörur sínar eru allir framleiddir í byggi af ORF Líftækni, í gróðurhúsi á Íslandi með aðferðum plöntulíftækni:
- EGF (Epidermal Growth Factor) – vaxtarþáttur sem örvar endurnýjun frumna, eykur framleiðslu kollagens og elastíns og bætir rakastig húðar svo hún verður sléttari og stinnari.
- KGF (Keratinocyte Growth Factor) – stuðlar að endurnýjun ysta lags húðarinnar, húðþekju, og eykur viðnám hennar.
- IL-1a (Interleukin-1 alpha) – hjálpar til við að viðhalda heilbrigði húðar og styrkja varnarhlutverk hennar.
EGF Serum er fyrsta og vinsælasta varan okkar. EGF Power Serum byggir á sérstöðu EGF Serum en er sérstaklega þróað fyrir þroskaða og þurra húð, og inniheldur tvo vaxtarþætti, EGF og KGF. 30-Day Treatment er svo fyrsta vara BIOEFFECT sem inniheldur alla þrjá vaxtarþættina: EGF, KGF og IL-1a, og er okkar virkasta vara.
Hjá BIOEFFECT leggjum við áherslu á vísindi og virkni og erum stolt af því að eiga ánægða viðskiptavini um heim allan, en vörur félagsins eru seldar í yfir 20 löndum. Fjöldi vísindalegra rannsókna, bæði innanhúss og á vegum óháðra aðila, hefur sýnt fram á ávinning húðvara okkar. Við höfum framkvæmt yfir 50 vísindalegar rannsóknir á virkni þeirra, sem hafa staðið í allt frá einum mánuði upp í þrjú ár. Yfir 2.000 manns hafa tekið þátt í þessum rannsóknum, og niðurstöðurnar sýna að notkun BIOEFFECT húðvara getur haft öflug og jákvæð áhrif á útlit húðarinnar, með því meðal annars að bæta raka og teygjanleika húðarinnar og draga úr ásýnd fínna lína og hrukka. Einnig hefur verið sýnt fram á að vörurnar styðja við náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar, sem hægir á öldrun hennar.