Stóísk heimspeki gegn stressi.
Helga Hlín æfir af kappi og gætir vel að mataræðinu. Við spurðum hvort hún gæti gefið lesendum okkar fleiri góð ráð til að huga betur að heilsunni. Það stóð ekki á svörum:
„Ég reyni að umkringja mig skapandi og skemmtilegu fólki. Ég forðast stress en auðvitað er það óumflýjanlegt endrum og eins. Þá er gott að eiga tól og tæki úr stóískri heimspeki sem ég les og nýti til hugleiðslu. Svo get ég ekki sleppt því að nefna mikilvægi svefns, alveg magnað hvað maður var seinn að átta sig á því. Ég reyni að sofa allavega átta tíma á nóttu.“