Við þurfum öll á góðu fríi að halda annað slagið. Hvort sem þú leggur leið þína á ströndina, í stórborgina eða í afskekktar óbyggðir muntu þurfa að hugsa vel um húðina. Skaðlegir UV-geislar, sólarljós, vond veður og jafnvel saltur sjórinn geta haft slæm áhrif á húðina og orsakað þurrk, myndun fínna lína og jafnvel útbrot. Sértu á leið í borgarferð getur mengun líka haft töluverð áhrif.
Húðin getur líka brugðist við breytingum á venjum og lífsstíl. Við vitum að rútínan fer oft á annan endann í fríum. Ef húðumhirðan tekur skjótum og miklum breytingum er líklegt að húðin sýni þess merki.
Í slíkum aðstæðum er góð og heilbrigð umhirða besta vörn húðarinnar. Aftur á móti getur takmarkað farangursrými óneitanlega haft áhrif á það sem fær að fara ofan í ferðatöskuna. Stundum þarf einfaldlega að skilja húðvörurnar eftir heima, sér í lagi þær sem eru í stórum og óhentugum umbúðum. Fyrir vikið getur reynst erfitt að viðhalda heilbrigðri húðrútínu á ferðalaginu. Þá er einmitt kjörið að grípa í ferðavörusettið og sjá til þess að hugsa vel um húðina þegar hún þarf einna mest á því að halda.