Beint í efni

EGF Essence

Létt og nærandi rakavatn sem inniheldur BIOEFFECT EGF og hreint, íslenskt vatn. Undirbýr húðina fyrir serum eða rakakrem, greiðir fyrir upptöku og virkni EGF og viðheldur heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

10.490 kr.

Eiginleikar og áhrif

Hinn fullkomni rakagefandi grunnur sem undirbýr húðina fyrir serum og rakakrem

EGF Essence er sannkölluð kraftaverkavara og kjörinn grunnur fyrir notkun annarra BIOEFFECT húðvara. Þetta létta rakavatn smýgur hratt inn í húðina og er sérhannað til að auka virkni seruma og rakakrema sem innihalda BIOEFFECT EGF. EGF Essence inniheldur meðal annars hreint og mjúkt íslenskt vatn og glýserín, sem eykur rakabindingu húðarinnar og skapar kjöraðstæður fyrir EGF. EGF Essence hefur margþætta virkni sem felur meðal annars í sér næringu og raka, aukna virkni EGF og heilbrigðari ásýnd húðarinnar.

  • Endurnærandi og rakagefandi
  • Undirbýr húðina fyrir serum og rakakrem
  • Létt og smýgur hratt inn í húðina
  • Greiðir fyrir upptöku EGF prótína og eykur virkni þeirra
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Prófað af húðlæknum

Stærð: 100 ml.

Lykilinnihaldsefni

BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor): Rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. BIOEFFECT EGF hjálpar til við að örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.


Innihaldsefnalisti

WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að rakavatnið sé notað með öðrum BIOEFFECT vörum. Þú notar rakavatn á hreina húð, áður en þú berð á þig serum eða rakakrem.

Passar vel með:

  • EGF Serum: Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 hrein efni.
  • Hydrating Cream: Olíulaust rakakrem með EGF úr byggi og hýalúronsýru. Veitir húðinni raka og viðheldur honum í allt að 12 klst.

Upplýsingar

BIOEFFECT EGF ESSENCE

BIOEFFECT EGF Essence er létt og nærandi andlitsvatn sem veitir mikinn raka og gerir húðina mjúka og hraustlega. Undirbýr húðina fullkomlega fyrir það BIOEFFECT serum eða rakakrem sem á eftir fylgir og eykur áhrif EGF.

• Eykur raka og frískar upp á húðina

• Undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT serum og rakakrem

• Eykur áhrif EGF

• Án alkóhóls, olíu og ilmefna

Notkunarleiðbeiningar: Hellið lófafylli af essence í hendina, um það bil 2-4 skvettur, og þrýstið mjúklega inn í húð háls og andlits. Notið BIOEFFECT serum eða rakakrem að eigin vali á eftir.

BIOEFFECT EGF Essence hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vörurnar fyrst með því að bera á lítið lítt áberandi svæði í þrjá daga áður en þær eru bornar á andlitið. Ef þú hefur átt við húðsjúkdóma að etja, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF Essence.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni.

Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið á hreina og þurra húð. Hellið 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstið mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi. Berðu að lokum á þig serum eða rakakrem til að hámarka áhrif húðrútínunnar.

Passar vel með

Hleð inn síðu...