Beint í efni

Þroti í húð um hátíðarnar: orsakir og meðhöndlun.

Óhófleg salt- og sykurneysla í desember getur haft neikvæð áhrif á húðina. Hér eru góð ráð og tillögur að húðvörum sem sporna við og meðhöndla þrútna, þurra og erta húð yfir hátíðarnar.

Þrútin, þurr og ert húð. Hvers vegna, og hvað er til ráða?

Óhófleg salt- og sykurneysla í desember getur haft óhjákvæmileg áhrif á húðina sem oft bregst við með þurrki, þrota, sýnilegum baugum og jafnvel útbrotum. Á sama tíma viljum við flest að húðin sé einmitt upp á sitt besta í veislunum og samkomunum sem gjarnan fylgja þessum árstíma.

Það er þó engin ástæða til að örvænta – þú þarft ekki að forðast veislumatinn eða hika við hátíðahöldin til að halda húðinni ljómandi út árið. Með réttu vörunum og nokkrum einföldum aðferðum geturðu nefnilega auðveldlega brugðist við þessum einkennum, komið húðinni í sitt allra besta ástand á ný og haldið henni geislandi heilbrigðri til lengri og skemmri tíma. Réttar húðvörur geta t.a.m.:

  • Vegið á móti þurrki með auknum raka eða öflugri rakabindingu húðar
  • Kælt og róað þrútna og erta húð
  • Haldið húðinni hreinni til að draga úr líkum á útbrotum og bólumyndun

Neðst í þessu bloggi eru nokkuð góð ráð til að meðhöndla þrota í húð!

Hvernig hefur salt- og sykurneysla áhrif á húðina?

Salt bindur raka og óhófleg saltneysla getur því valdið þurrki í líkamanum. Þetta hefur ekki síður áhrif á húðina, sem getur í kjölfarið orðið þrútin, þurr og ert. Of mikil saltneysla getur einnig birst sem þroti umhverfis augun. Óhófleg saltneysla getur enn fremur haft óbein áhrif á bólumyndun því þegar húðin er of þurr bregst hún oft við með því að auka framleiðslu olíu og ákveðinna fituefna (og jafnvel farið að offramleiða).

Óhófleg sykurneysla hefur einnig tengsl við náttúrulega framleiðslu kollagens og elastíns í líkamanum. Kollagen og elastín gegna mikilvægu hlutverki í húðinni við að halda henni þéttri, stinnri og teygjanlegri. Lágmarksneysla sykurs hefur því ótvíræð heilsueflandi áhrif, bæði fyrir húðina og líkamann allan.

5 vörur sem vinna gegn þrota í húð.

Við tókum saman 5 vörur sem eiga það sameiginlegt að endurheimta mýkt og ljóma með öflugri rakagjöf og kælingu. Við mælum með að þú prófir þessar öflugu lausnir til að sporna við eða meðhöndla þrota í húð um hátíðarnar!

Volcanic Exfoliator.

Notaðu þennan milda en djúphreinsandi andlitsskrúbb á hreina húð til að fjarlægja dauðar húðfrumur af yfirborði hennar svo hún verði mjúk, slétt og ljómandi á ný. Með því að nota andlitsskrúbb örvarðu blóðrásina sem hjálpar til við að draga úr þrota. Auk þess tekur húðin betur á móti serumum og kremum þegar dauðar húðfrumur hafa verið fjarlægðar. Þannig getur góður andlitsskrúbbur greitt fyrir upptöku þeirra húðvara sem á eftir fylgja. Formúlan í Volcanic Exfoliator inniheldur örfínar agnir úr íslensku hrauni, fínmalaða apríkósukjarna og aselsýru til að endurnýja húðina. Þessi mildi skrúbbur hentar öllum húðgerðum og er tilvalið að nota 1-2 sinnum í viku til að halda húðinni í kjörástandi.

Imprinting Hydrogel Mask.

Fátt er meira frískandi en róandi og kælandi andlitsmaski. Imprinting Hydrogel Mask er kjörinn í verkið; tveggja laga gelmaski sem róar og kælir húðina, veitir henni öfluga rakagjöf og eflir getu hennar til að viðhalda raka. Maskinn inniheldur meðal annars hýalúrónsýru og glýserín auk þess sem hann hámarkar virkni EGF í BIOEFFECT serumun. Fyrir notkun er því tilvalið að bera EGF Serum á húðina. Leyfðu gelmaskanum að vera á húðinni í 15 mínútur og finndu hvernig hún róast, endurnærist og verður sjáanlega slétt og ljómandi.

EGF Eye Serum.

Þetta verðlaunaða augnserum inniheldur aukið magn EGF prótína til að tryggja hámarksáhrif fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Augnserumið hefur skjótvirk kælandi og róandi áhrif, veitir húðinni raka og eykur ljóma. Kælandi stálkúlan á flöskunni veitir létt nudd sem örvar blóðflæði og dregur þannig úr þrota og þreytulegri ásýnd. EGF Eye Serum er því algjört leynivopn til að halda augnsvæðinu sléttu og ljómandi yfir hátíðarnar – eða einfaldlega þegar þú vilt gera sérstaklega vel við þig.

Imprinting Eye Mask.

Við höfum margoft heyrt frá fólki sem gætir þess að eiga alltaf Imprinting Eye Mask í ísskápnum. Þessa kælandi augnmaska er nefnilega kjörið að grípa í þegar mikið liggur við, til dæmis fyrir jólahátíðina. Það er bara eitthvað svo dásamlega slakandi við að finna kælandi raka á húðinni umhverfis augun. Imprinting Eye Mask tryggir að þú upplifir þessa eftirsóttu tilfinningu en hann róar, mýkir, þéttir og nærir augnsvæðið. Auk þess hámarkar hann áhrif BIOEFFECT EGF, og því er tilvalið að nota EGF Eye Serum undir gelskífurnar.

Ef þú ert í tímaþröng gætirðu sett augnmaskann á þig á meðan þú klárar hárgreiðslu og augnförðun, ef svo ber við.

EGF Day Serum.

EGF Day Serum er létt serum með gelkenndri áferð sem er alveg fullkominn grunnur undir farða. Rakagefandi gelformúlan er silkimjúk og olíulaus og dregur úr sýnilegum öldrunarmerkjum auk þess að veita húðinni raka og auka þéttleika. Að bera EGF Day Serum á húðina fyrir förðun er punkturinn yfir i-ið fyrir hátíðahöldin fram undan.

Hátíðarráð gegn þrota í húð.

Hér eru nokkur almenn ráð sem allir geta fylgt til þess að draga úr þrota í húð um og eftir hátíðahöldin í desember.

1)

Til að sjá enn skjótvirkari árangur mælum við með að geyma vörur á borð við maska og augnserum í ísskápnum. Þannig veita vörurnar aukna kælingu sem vinnur gegn þrota og róar húðina.

2)

Mundu að lífsstíll, heilsa og utanaðkomandi áhrif hafa líka áhrif á húðina.

  • Auktu vökvainntöku yfir hátíðarnar og drekktu nóg af vatni.
  • Notaðu þar til gerð nuddtæki til að örva blóðflæði og sogæðakerfið og létta á spennu í vöðvum.
  • Þegar hátíðunum lýkur er svo kjörið að draga úr salt- og sykurneyslu eins og hægt er – það er til mikils að vinna!
Hleð inn síðu...