Þrútin, þurr og ert húð. Hvers vegna, og hvað er til ráða?
Óhófleg salt- og sykurneysla í desember getur haft óhjákvæmileg áhrif á húðina sem oft bregst við með þurrki, þrota, sýnilegum baugum og jafnvel útbrotum. Á sama tíma viljum við flest að húðin sé einmitt upp á sitt besta í veislunum og samkomunum sem gjarnan fylgja þessum árstíma.
Það er þó engin ástæða til að örvænta – þú þarft ekki að forðast veislumatinn eða hika við hátíðahöldin til að halda húðinni ljómandi út árið. Með réttu vörunum og nokkrum einföldum aðferðum geturðu nefnilega auðveldlega brugðist við þessum einkennum, komið húðinni í sitt allra besta ástand á ný og haldið henni geislandi heilbrigðri til lengri og skemmri tíma. Réttar húðvörur geta t.a.m.:
- Vegið á móti þurrki með auknum raka eða öflugri rakabindingu húðar
- Kælt og róað þrútna og erta húð
- Haldið húðinni hreinni til að draga úr líkum á útbrotum og bólumyndun
Neðst í þessu bloggi eru nokkuð góð ráð til að meðhöndla þrota í húð!