OSA Water Mist
Létt, endurnærandi og rakagefandi andlitssprey sem skilur við húðina vel nærða, þétta og slétta. Inniheldur hreint íslenskt vatn, einstaka hýalúronsýru og OSA (e. Orthosilicic Acid), náttúrulegan kísil sem styrkir og nærir húðina. OSA Water Mist er hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins.
Eiginleikar og áhrif
Upplífgandi og endurnærandi andlitssprey — Hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins.
Létt, olíulaust og nærandi andlitssprey. Örfá sprey gefa húðinni matta áferð, lífga upp á hana og viðhalda heilbrigðu rakastigi. OSA Water Mist inniheldur hreint og milt íslenskt vatn, hýalúronsýru og OSA (e. Orthosilicic Acid), náttúrulegan kísil sem er unninn úr jarðgufum á íslenskum háhitasvæðum. Þetta einstaka andlitssprey endurnærir húðina auk þess að draga úr þurrki og þreytumerkjum án þess að skilja eftir olíukennt eða klístrað lag. Fullkomið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni eða þá sem búa og starfa í þurru lofti.
Notið eins oft og þörf er á. Einnig má nota spreyið á hreina húð eftir að hún hefur verið hreinsuð með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water, og áður en BIOEFFECT serum eru notuð. Þannig má hámarka virkni og áhrif EGF prótínsins.
- Endurnærandi, rakagefandi og viðheldur heilbrigðu rakajafnvægi
- Þéttir húðina
- Gefur matta áferð
- Má nota eins oft og þörf er á
- Má nota yfir farða
- Aðeins 7 hrein og náttúruleg innihaldsefni
- Hentar öllum húðgerðum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Prófað af húðlæknum
Stærð: 60ml
Lykilinnihaldsefni
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina. Efnasamsetning hýalúronsýrunnar gerir það að verkum að húðin á auðvelt með að draga hana til sín og tryggja hámarksraka.
OSA (e. Orthosilicic Acid) — Náttúruleg og sjaldgæf kísiltegund sem styrkir, þéttir, sléttir og strekkir á húðinni. OSA er unnið úr jarðgufum á íslenskum háhitasvæðum.
Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki..
Innihaldsefnalisti
WATER (AQUA), SILICA, GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, PROPYLENE GLYCOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM HYALURONATE
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Upplýsingar
BIOEFFECT® OSA WATER MIST
BIOEFFECT® Osa Water Mist er andlitssprey sem endurnærir og kemur jafnvægi á húðina ásamt því að veita henni nauðsynlegan raka. Þetta létta andlitssprey inniheldur aðeins 7 hrein innihaldsefni, meðal annars íslenskt vatn, rakagefandi hýalúrónsýru úr örsmáum sameindum sem ganga hratt inn í húðina og styrkjandi OSA (ortókísilsýru) sem er náttúruleg gerð kísils úr jarðgufu á Íslandi. OSA Water Mist gefur húðinni mikinn raka og gerir hana þéttari og heilbrigðari. Andlitsspreyið hentar afar vel til að fríska upp á húðina reglulega yfir daginn - til dæmis fyrir þá sem ferðast mikið eða vinna í umhverfi þar sem loftið er þurrt.
- Endurnærir húðina, kemur jafnvægi á hana og veitir henni raka
- Þéttir húðina og gefur matta áferð
- Notist reglulega yfir daginn
- Má nota yfir farða
- Hentar öllum húðgerðum
- Án ilmefna, alkóhóls og olíu
Notkunarleiðbeiningar: Lokið augum og úðið tvisvar til þrisvar yfir andlit og háls. Leyfið húðinni að drekka vökvann í sig og þerrið með hreinni þurrku ef þörf er á. Má nota yfir farða og reglulega yfir daginn, eins oft og hver vill.
BIOEFFECT Osa Water Mist hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT Osa Water Mist.
Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.
Hreinar húðvörur
Notkun
Lokið augum og úðið 2-3 á andlit og háls. Leyfið húðinni að drekka vökvann í sig og þerrið með hreinni pappírsþurrku ef þörf er á. Notið eins oft og þörf er á til að næra og fríska upp á húðina. Virkar sérstaklega vel ásamt BIOEFFECT serumum. EGF, sem er lykilinnihaldsefni í öllum okkar serumum, hefur mesta virkni í röku umhverfi.