Beint í efni

Rakagefandi húðrútína

EGF Day Serum er létt og olíulaust serum með gelkennda áferð sem er sérstaklega hannað til notkunar yfir daginn. Það inniheldur hrein og náttúruleg efni sem vinna á fínum línum, auka raka og viðhalda heilbrigðri ásýnd húðarinnar. Þú notar EGF Day Serum á daginn, EGF Serum á kvöldin og EGF augnserumið kvölds- og morgna fyrir einstaklega góða og nærandi húðrútínu.
Fullt verð: 40.370 kr.

34.290 kr.

Vörur

EGF Serum (15 ml.): Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 náttúrulega hrein efni, meðal annars lykilinnihaldsefnið okkar EGF úr byggi. Í sameiningu vinna þessi áhrifaríku efni á ásýnd fínna lína og hrukka og viðhalda heilbrigðu rakastigi í húðinni.

EGF Day Serum (30 ml.): Létt, olíulaus og rakagefandi gelformúla sem skilur ekki eftir klístrað lag á yfirborði húðarinnar. Dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og raka og vinnur þannig gegn sjáanlegum merkjum öldrunar. Gelkennd áferðin skilur við húðina silkimjúka og er fullkominn grunnur fyrir farða.

EGF Eye Serum (6 ml.): Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum og fínum línum auk þess að draga úr þrota umhverfis augun. Inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem dregur úr þrota og þreytumerkjum.

Lykilinnihaldsefni:

BIOEFFECT EGF: Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.

Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín: Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

EGF Serum: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF Day Serum: WATER (AQUA), PROPYLENE GLYCOL, GLYCERIN, SORBITOL, CARBOMER, SODIUM HYALURONATE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF Eye Serum: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Kjörið fyrir:

Húð sem er þreytuleg ásýndar

Húðin getur orðið þreytuleg ásýndar (oft kallað skin dullness) og er þá átt við húð sem virðist litlaus, skorta ljóma og jafnvel gróf. Með hækkandi aldri dregur úr náttúrulegri viðgerðar- og endurnýjunarhæfni húðarinnar og verulega hægit á frumuendurnýjun. Í kjölfarið geta dauðar húðfrumur farið að safnast á yfirborði húðarinnar og hulið náttúrulegan ljóma og lit. Með því að nota endurnærandi húðvörur, á borð við EGF serumin okkar, má örva þessa viðgerðarhæfni húðarinnar og endurheimta bæði lífleika og ljóma.

Fínar línur og hrukkur

Fyrstu ummerki um öldrun húðarinnar birtast gjarnan sem fínar línur á yfirborði hennar. Í fyrstu eru þær stuttar og grunnar og oft er erfitt að koma auga á þær. Fínar línur liggja í yfirborði húðarinnar og því er einfaldara að meðhöndla þær en dýpri hrukkur. Hrukkur geta myndast þegar fínar línur eru ekki meðhöndlaðar og fara að dýpka. Með því að nota serum eða krem með BIOEFFECT EGF er hægt að auka raka og örva náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar, sem getur reynst afar vel til að halda fínum línum og hrukkum í skefjum.

Húð sem hefur tapað þéttleika

Þegar húðin er ung framleiðir hún kollagen og elastín. Þetta náttúrulega ferli viðheldur teygjanleika húðarinnar og sér til þess að hún haldi lögun sinni í stað þess verða slöpp og fara að síga. Með hækkandi aldri og áreiti umhverfisþátta á borð við UV-geislun, mengun eða streitu fer að draga úr framleiðslu kollagens og elastíns. Fyrir vikið tapar húðin þéttleika. Húðvörur sem innihalda EGF sem við framleiðum úr byggi örva náttúrulega framleiðslu kollagens og elastíns og geta þannig stuðlað að auknum þéttleika húðarinnar.

Hreinar húðvörur

Hleð inn síðu...