Meðferðir
Öflugar húðvörur sem umbreyta ásýndinni.
Gerðu sérstaklega vel við húðina með virkum og öflugum húðvörum sem eru sérstaklega þróaðar til að vinna á þeim sýnilegu merkjum sem verða á húð samhliða hækkandi aldri, til að mynda hrukkum, fínum línum, litamisfellum og þurrki. Blanda kraftmikilla efna sér til þess að skila raunverulegum árangri og ávinningi með því að auka heilbrigði húðarinnar og bæta ásýnd hennar.
Fyrir þau sem setja kröfu um raunverulegan árangur.
Okkar kraftmesta vara er blönduð með sérstaklega áhrifaríkum efnum sem húðin raunverulega skilur og þarf á að halda. Þar eru vaxtarþættirnir okkar, EGF, KGF og IL-1a úr byggi, í lykilhlutverki enda verka þessi öflugu prótín á húðina með því að bæta heilbrigði hennar og ásýnd. Innanhússrannóknir okkar hafa sýnt fram á að húðvörur með BIOEFFECT vaxtarþáttum, sem bornar eru á yfirborð húðarinnar, geta eflt rakabindingu, komið jafnvægi á rakastig og þannig stuðlað að auknum þéttleika.
Gerðu vel við húðina með kraftmikilli meðferð. Við mælum með að 30 Day Treatment, virkasta varan okkar, sé notuð 1-4 skipti á ári eða þegar húðin þarf á alvöru orkuskoti að halda.