Beint í efni

30 Day Treatment

30 Day Treatment er virkasta og áhrifaríkasta varan í vörulínu BIOEFFECT. 30 Day Treatment inniheldur þrenns konar vaxtarþætti, EGF, KGF og IL-1a, allir framleiddir í byggi með aðferðum plöntu-líftækni. 30 daga húðátak sem vinnur og hægir á öldrun húðarinnar; hjálpar til við að draga úr fínum línum og hrukkum, þurrki, litabreytingum og slappleika húðar. Umbreyttu ásýnd húðarinnar á 30 dögum með þessari einstöku formúlu og orkuskoti sem þéttir og sléttir húðina.

29.990 kr.23.992 kr.

Eiginleikar og áhrif

Serum í hæsta gæðaflokki sem inniheldur 3 virka og áhrifaríka vaxtarþætti.

Þessi meðferð er virkasta og áhrifaríkasta vara BIOEFFECT. 30 Day Treatment er jafnframt fyrsta húðvaran sem inniheldur þrjá vaxtarþætti.

  • EGF: Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.
  • KGF: Boðskiptaprótín sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og viðheldur heilbrigðri ásýnd.
  • IL-1a: Innihaldsefni sem styrkir húðina og viðheldur þéttleika hennar.

Með hækkandi aldri dvínar magn náttúrulegra vaxtarþátta í húðinni. BIOEFFECT vaxtarþættirnir eru framleiddir í byggi með aðferðum plöntu-líftækni og vinna í sameiningu gegn sjáanlegum öldrunaráhrifum eins og hrukkum, svitaholum, þurrki, slappleika og litabreytingum.

30 Day Treatment er sérstaklega þróað til að veita skjótan og sýnilegan árangur. Meðferðin inniheldur þrjár flöskur og hver flaska inniheldur 10 daga skammt. Notið kvölds og morgna til að tryggja hámarksárangur. Húðátak sem við mælum með að taka 1-4 sinnum á ári í 30 daga í senn.

  • Dregur sjáanlega úr ásýnd fínna lína
  • Eykur þéttleika húðar
  • Eykur og viðheldur rakastigi húðarinnar
  • Húðin verður sléttari og þéttari
  • Jafnar húðlit
  • Minnkar ásýnd svitahola
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Aðeins 9 hrein og náttúruleg innihaldsefni
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Án rotvarnarefna
  • Prófað af húðlæknum

Stærð: 15 ml. / 0.5 fl.oz. (3 x 5 ml.)

Lykilinnihaldsefni

BIOEFFECT EGF: Hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og minnkar því sýnilega fínar línur og hrukkur og þéttir og sléttir húðina. EGF er lykilinnihaldsefni í baráttunni gegn öldrun húðar þar sem það er rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur.

KGF: Boðskiptaprótín úr byggi sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og viðheldur heilbrigðri ásýnd.

IL-1a: Boðskiptaprótín úr byggi sem styrkir húðina og viðheldur þéttleika hennar.

Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Íslenskt vatn: Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Innihaldsefnalisti

GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1), IL-1A (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-17), KGF (BARLEY SH-POLYPEPTIDE-3)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Staðfestur árangur

Samkvæmt sjálfstæðri innanhússrannsókn þar sem árangur var mældur með VISIA Skin Analysis kerfinu og þátttakendur notuðu 30 Day Treatment tvisvar á dag í 30 daga.

  • Allt að 63%aukning á teygjanleika húðar
  • Allt að 176%aukning á raka húðar
  • Allt að 84%minnkun á ásýnd hrukka og fínna lína
FyrirEftir 30 daga

Fullkomnaðu húðumhirðuna

EGF úr byggi hefur mesta virkni í röku umhverfi. Til að tryggja hámarksárangur mælum við með að varan sé notuð með öðrum BIOEFFECT vörum.

Passar vel með:

  • EGF Essence: Einstakt andlitsvatn sem eykur raka, undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT EGF vörur og eykur þannig virkni þeirra.
  • Imprinting Hydrogel Mask: Andlitsmaski sem veitir djúpan raka og myndar verndarlag á húðinni.

Upplýsingar

BIOEFFECT ® 30 DAY TREATMENT

BIOEFFECT ® 30 Day Treatment er einstök og öflug meðferð sem vinnur gegn öldrun húðar með þremur ólíkum frumuvökum: EGF, IL-1a og KGF, sem í sameiningu draga úr hrukkum og fínum línum, roða og ásýnd húðhola auk þess að auka raka, ljóma og þéttni húðar.

  • Endurnýjar og endurbætir húðina
  • Hámarkar raka og ljóma
  • Dregur úr hrukkum og fínum línum, roða og ásýnd húðhola
  • Eykur þykkt og þéttni húðar
  • Aðeins 9 innihaldsefni

Notkunarleiðbeiningar: Berið 3-4 dropa á hreina húð að morgni og að kvöldi. Gefið húðinni 3-5 mínútur að morgni til að draga í sig efnið áður en farði eða sólarvörn eru borin á. Meðferðin er sérstaklega hugsuð sem kröftug viðbót við hefðbundna húðumhirðu sem gott er að nota 1-4 sinum á ári, eftir ástandi húðarinnar. Opnið aðeins eitt glas í einu því hvert inniheldur 10 daga skammt af meðferðinni.

BIOEFFECT ® 30 Day Treatment hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT ® 30 Day Treatment.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni.

Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Berið 3-4 dropa á andlit, háls og bringu. Berið á að morgni og bíðið í a.m.k. 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Meðferðin er sérhönnuð sem kröftug viðbót við reglubundna húðumhirðu. Við mælum með að meðferðin sé notuð 1-4 skipti á ári, 30 daga í senn, allt eftir ástandi húðarinnar. Hver flaska inniheldur 10 daga skammt, opnið aðeins eina flösku í einu.

Passar vel með

Hleð inn síðu...