Beint í efni

Áramótaförðun að hætti Hörpu Kára.

Förðunarfræðingurinn Harpa Káradóttir undirbýr húðina fullkomlega fyrir áramótaförðunina. Hér er myndband sem sýnir hvernig þú nærð fram ljómandi húð og fallegri förðun fyrir áramótagleðina.

Óaðfinnanleg áramótaförðun.

Við fengum Hörpu Káradóttur, einn reyndasta og vinsælasta förðunarmeistara Íslands, til að sýna okkur hina fullkomnu áramótaförðun. Auk þess sýndi hún okkur hvernig hún undirbýr húðina með húðvörum þannig að bæði húðin og förðunin haldist óaðfinnanleg allt kvöldið.

Harpa Káradóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur til 15 ára og er eigandi Make-Up Studio Hörpu Kára, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Þar er boðið upp á framúrskarandi diplómanám auka fjölmargra styttri förðunarnámskeiða. Harpa lauk námi frá Make-Up Designory í Los Angeles og hefur síðan meðal annars starfað hjá fjölmiðlum, sjónvarpsstöðvum, tímaritum, í auglýsingum og tískumyndatökum. Þá hefur hún starfað við kennslu auk þess að gefa út förðunarhandbók sem náði inn á metsölulista á Íslandi.

Við vonum að þetta myndband veiti þér innblástur og að þú getir tileinkað þér nokkur góð ráð að hætti Hörpu fyrir hina fullkomnu áramótaförðun. Neðar á síðunni tökum við svo fram þær vörur, bæði húð- og förðunarvörur, sem Harpa notar til að fullkomna lúkkið!

Heitast í förðun fyrir áramótin.

Áramót eru sá tími þar sem við skörtum okkar fínasta pússi og leyfum okkur meiri glamúr í hári og förðun. Að sögn Hörpu er heitasta trendið í dag náttúruleg og falleg húð sem ljómar af heilbrigði – þannig kemstu líka upp með að nota minna af farða. Hún mælir svo með að nota fallegt ljómapúður (e. highlighter) til þess að ýta enn frekar undir ljómaáhrifin. Tímalaus glamúr er alltaf vinsæll og því mælir Harpa með að blanda saman silfurlituðum og gylltum augnskugga. Lúkkið topparðu svo með gljáðu (e. glazed) varaglossi.

Húðrútína fyrir förðun.

Áður en hafist er handa við förðunina er nauðsynlegt að undirbúa húðina enda er heilbrigð húð undirstaðan að árangursríkri og fallegri förðun. Hér er húðrútínan sem Harpa framkvæmdi fyrir förðunina:

Skref 1: EGF Essence

Harpa byrjaði á að bera rakavatnið EGF Essence á hreina húð. Rakavatnið gengur hratt inn í húðina, fer djúpt niður í húðlögin og greiðir fyrir upptöku þeirra húðvara sem á eftir fylgja. Fyrir vikið er EGF Essence hið fullkomna fyrsta skref enda undirbýr það húðina fyrir allt sem á eftir kemur!

„Húðin verður alveg silkimjúk þegar ég nota EGF Essence, sem gerir þetta að hinni fullkomnu vöru til að undirbúa förðun. Ég set líka nokkra dropa af rakavatninu í lófann og þrýsti varlega í húðina í lok förðunar til þess að auka ljómann.“

Förðunarráð: Þrýstu örfáaum dropum af rakavatninu inn í húðina eftir förðun til að auka ljóma.

Skref 2: EGF Eye Serum

Þessi verðlaunavara gerir gæfumuninn fyrir förðunina. Augnserumið er sérþróað fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun og veitir henni raka sem skilar sér umsvifalaust. EGF Eye Serum inniheldur úrval efna sem þétta og slétta húðina og gera hana silkimjúka. Auk þess er það borið á með kælandi stálkúlu sem dregur samstundis úr þrota og þreytumerkjum. Þess vegna er EGF Eye Serum hinn fullkomni grunnur áður en farði er settur á augnsvæðið.

„Veitir alveg ótrúlega góðan raka sem gerir það að verkum að hyljari blandast betur inn í húðina umhverfis augun og veitir sléttara og náttúrulegra útlit.“

Förðunarráð: Leggðu Imprinting Eye Mask undir augun á eftir augnseruminu til að hámarka áhrif vörunnar. Svo er fullkomið að hafa maskana á húðinni á meðan þú farðar augnsvæðið, þannig losnarðu algjörlega við að farðinn smitist niður fyrir augun og á andlitið!

Skref 3: EGF Day Serum

Því næst bar Harpa EGF Day Serum á húðina, andlitsserum með lauflétta og gelkennda áferð. Varan gengur hratt inn í húðina og veitir henni umsvifalausan raka enda inniheldur hún EGF prótínið sem við framleiðum úr byggi auk hýalúronsýru og glýseríns. Formúlan er olíulaus og skilur því ekki eftir klístrað lag eða filmu á yfirborði húðarinnar – þvert á móti verður húðin silkimjúk og ljómandi. Einmitt þess vegna hefur EGF Day Serum verið afar vinsælt undir farða.

„Raki sem helst allan daginn og svo gengur gelkennd formúlan svo hratt inn í húðina. Alveg fullkominn grunnur fyrir farða.“

Skref 4: OSA Water Mist

Þegar Harpa hafði lokið við förðunina spreyjaði hún OSA Water Mist yfir allt andlitið til að lengja endingu förðunarinnar og auka ljómann. Þetta létta og olíulausa andlitssprey er því frábært síðasta skref í förðuninni. OSA Water Mist er afar rakagefandi og er mælt með að spreyja húðina reglulega yfir daginn til að viðhalda rakanum. Spreyið er auk þess sérstaklega hugsað til að nota yfir farða. Því er kjörið að spreyja andlitið reglulega til að sjá til þess að halda förðuninni á sínum stað allt kvöldið á sama tíma og þú sérð húðinni fyrir góðum raka.

„Ég nota OSA mjög mikið því það gefur léttan raka fyrir húð og hár án þess að veita klístraða áferð. Í vinnunni minni sem förðunarfræðingur þarf ég gjarnan að viðhalda hári og förðun yfir allan daginn og þá er OSA ein af mínum uppáhaldsvörum til að fríska upp á andlitið á kúnnunum mínum.”

Ráð: Spreyjaðu yfir hárið til að draga úr rafmagni.

Förðunarvörur.

Horfðu á myndbandið til að sjá hvernig þær eru bornar á andlitið til að ná fram óaðfinnanlegu áramótalúkki! Hér eru helstu vörurnar sem Harpa notaði.

  • Charlotte Tilbury - Hollywood Flawless Filter Face Illuminator
  • MAC - Extra Dimension Blush - Into the Pink
  • MAC - Extra Dimension Blush - Just a Pinch
  • Maybelline - Lifter Lip Gloss - 004 Silk
  • MAC - Lip Liner - Stone
  • Pat McGrath LABS - Mothership I: Subliminal Eyeshadow Palette - Skinshow Nude + Ultimate Taupe
  • MAKEUP BY MARIO - Master Metals Eyeshadow Palette - Silver
  • Anastasia Beverly Hills - Brow Freeze Styling Wax
  • NYX - Epic Ink Eyeliner - Black, waterproof
  • Gosh - Boombastic Mascara - Black
Hleð inn síðu...