Þessi framsækna og kröftuga formúla inniheldur aðeins 12 innihaldsefni, þar á meðal vaxtarþættina EGF (Epidermal Growth Factor) og KGF (Keratinocyte Growth Factor) sem framleiddir eru úr byggi á Íslandi af ORF Líftækni. Í formúlunni er einnig að finna hýalúronsýru og NAG (N-Acetyl Glucosamine) sem stuðla í sameiningu að sléttari áferð og heilbrigðari ásýnd. Þessi efni fyrirfinnast náttúrulega í húðinni og gegna mikilvægu hlutverki við að viðhalda og bæta húðheilsu, áferð og ásýnd.
EGF (Epidermal Growth Factor) úr byggi: Endurnærandi og rakabindandi boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtaþáttur. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum, en vísindateymi ORF Líftækni þróaði leið til að framleiða EGF úr fræjum byggplöntu með aðferðum plöntulíftækni. EGF úr byggi styður við náttúrulega kollagenframleiðslu húðarinnar og gegnir því mikilvægu hlutverki við að halda henni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. EGF er boðskiptaprótín, eða svokallaður vaxtarþáttur, sem þýðir að það getur haft boðskipti við húðfrumurnar og sent þeim skilaboð, t.d. um að gera við eða endurnýja og efla getu húðarinnar til að draga til sín og viðhalda raka. Aukinn raki í húðlögunum viðheldur þykkt og þéttleika húðarinnar, sem dregur úr dýpt hrukka sem verða minna sýnilegar fyrir vikið.
KGF (Keratinocyte Growth Factor) úr byggi: Boðskiptaprótín, líkt og EGF, sem styður við náttúrulegt endurnýjunarferli húðarinnar, styrkir varnarlag hennar og heldur henni þannig heilbrigðri. KGF sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni er framleitt úr bandvefsfrumum (e. fibroblasts) í leðurhúðinni (e. dermis) og getur virkjað hyrnisfrumur (e. keratinocytes) í yfirborði húðarinnar til að hefja eða styðja við framleiðslu hýalúronsýru – og þar með stuðla að öflugra og sterkbyggðara varnarlagi húðarinnar. Einnig hefur verið sýnt fram á að KGF getur haft verndandi áhrif á hyrnisfrumur og m.a. skýlt þeim fyrir áhrifum UV-geislunar. KGF hefur eflandi áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og stuðlar að heilbrigðri ásýnd hennar. Sýnt hefur verið fram á að það styrkir húðina og styður við náttúrulega viðgerðarhæfni hennar og hefur verndandi áhrif gegn ýmiss konar ytra áreiti, þ.m.t. af geislun, umhverfisáhrifum og efnaáhrifum.
N-Asetýl glúkósamín (NAG): Ákveðið vegan form af amínóeinsykru sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og er staðsett á milli húðfruma. NAG er undanfari hýalúronsýru í húðinni, enda er það er ein af byggingareiningum hennar ásamt D-glúkúronsýru. Því hefur verið sýnt fram á að NAG styður við náttúrulega framleiðslu hýalúronsýru. NAG smýgur auðveldlega inn í húðina og hefur margvíslegan ávinning. Rannsóknir hafa sýnt að það stuðlar að bjartari og jafnari ásýnd og dregur úr sýnilegum litamisfellum. Það getur komið í veg fyrir ákveðna umbreytingu (e. glycosylation of pro-tyrosinase to tyrosinase) í litfrumum (e. melanocyte). Við það dregur úr framleiðslu melanína, eða sortuefna, í húðinni, svo litamisfellur verða minna áberandi og húðlitur jafnari. NAG hefur einnig andoxandi eiginleika og styður við heilbrigða uppbyggingu (e. structural integrity) húðarinnar), viðheldur teygjanleika og vinnur á þurrki með því að draga úr vökvatapi og efla getu húðarinnar til að viðhalda honum.
Hýalúronsýra: Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir afar mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka og vökva í húðinni og stuðla þannig að heilbrigðu rakastigi. Hýalúronsýra getur haldið allt að þúsundfaldri eigin þyngdar í vökva, sem gerir þetta áhrifaríka efni að fullkomnum rakagjafa fyrir allar húðgerðir. Hýalúronsýra hefur einnig endurnærandi og róandi eiginleika. Í EGF Power Serum notum við hýalúronsýru með háan mólþunga (e. molecular weight) sem sest í efstu húðlögin og stuðlar að þéttri, sléttri og ljómandi ásýnd.