Stöðug framþróun.
Á síðustu árum hefur ör þróun orðið innan snyrti- og húðvöruframleiðslu. Ný tækni hefur gjörbylt framleiðsluaðferðum auk þess sem ný þekking um innihaldsefni, virkni og húðina sjálfa, bæði á meðal framleiðenda og neytenda, hefur kollvarpað iðnaðinum.
Einkum hefur hröð þróun orðið á húðvörum sem nýta innihaldsefni sem eru afurð líftækni (e. biotech skincare). Í þeim tilvikum eru vísindaleg þekking og aðferðir líftækni notuð til að hanna, þróa og framleiða vörur sem hafa sannreyndan ávinning. Hér fjöllum við um þessa einstöku vísindagrein og tengsl hennar við húðvöruheiminn – lestu áfram!