Beint í efni

Allt um okkar einstaka EGF.

Hvað er BIOEFFECT EGF og hvað gerir það fyrir húðina? Hvað greinir BIOEFFECT EGF frá öðrum tegundum EGF? Hér er allt sem þú þarft að vita!

Hvað er EGF og hvað gerir það fyrir húðina?

EGF (Epidermal Growth Factor) er svokallaður vaxtarþáttur, eða boðskiptaprótín, sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir mikilvægu hlutverki við að halda henni sléttri, þéttri og heilbrigðri ásýndar. EGF hefur áhrif á náttúrulega framleiðslu kollagens, elastíns og hýalúronsýru og styður þannig við þéttleika og rakastig húðarinnar.

Frá fæðingu og fram á fullorðinsár framleiðir líkami okkar þessi endurnærandi boðskiptaprótín í ríku magni. Þegar við náum fullum líkamlegum þroska fer aftur á móti að draga úr framleiðslu vaxtarþátta og upp úr tvítugu hefur hægt verulega á framleiðslunni. Á breytingaskeiðingu er skerðingin svo orðin verulega takmörkuð. Fyrir vikið hægir á frumuskiptum og náttúrulegri endurnýjunarhæfni húðarinnar og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum merkjum öldrunar; húðin verður slappari, þynnist og fer að síga og fínar línur og hrukkur verða sýnilegar. Til að vinna gegn þessum áhrifum beitti vísindateymið okkar öflugri líftækni til að þróa sérstaka aðferð til að framleiða EGF í byggplöntum. Þetta áhrifaríka efni er lykilinnihaldsefni í húðvöruframleiðslu BIOEFFECT.

Hvað er BIOEFFECT EGF?

Vísindateymið okkar þróaði aðferð til að ferja EGF prótín yfir í fræ byggplöntu og fá hana þannig til að búa til eftirgerð vaxtarþáttarins. Þannig tókst að framleiða EGF í byggi með hreinum og öruggum aðferðum plöntulíftækni. Þegar framleiðslan fer fram í plöntum fylgir henni ákveðinn stöðugleiki, hreinleiki, sjálfbærni og aukin gæði.

Meiri hluti þess EGF sem er framleitt í heiminum er ræktað úr bakteríum (gjarnan E. Coli), með gerjun eða úr frumum manna eða dýra. Í því ferli getur myndast ákveðin aukaafurð, svokallað inneitur (e. endotoxin). Endotoxin getur haft skaðleg áhrif á mannslíkamann og valdið ertingu í húð auk þess sem það getur hindrað náttúrulegt viðgerðar- og endurnýjunarferli húðarinnar. EGF-ið sem er notað í húðvörulínu BIOEFFECT er aftur á móti framleitt í plöntum, sem gerir það algjörlega einstakt.

Hvernig verkar BIOEFFECT EGF á húðina?

Í húðvörum BIOEFFECT er EGF notað sem virkt innihaldsefni til að sporna við þeim áhrifum sem verða í kjölfarið á minnkaðri framleiðslu líkamans á vaxtarþáttum. Klínískar rannsóknir okkar hafa sýnt fram á að BIOEFFECT EGF sem borið er á yfirborð húðarinnar getur dregur úr sýnileika hrukka og fínna lína, bætt áferð og aukið raka.

BIOEFFECT EGF getur einnig komið reglu á heilbrigt rakastig húðarinnar með því að örva framleiðslu hýalúronsýru. Þannig eflist geta húðarinnar til að draga til sín og viðhalda raka sem dregur úr líkum á þurrki og heldur húðinni heilbrigðri ásýndar.

Staðfestur árangur af notkun BIOEFFECT EGF húðvara.

EGF úr byggplöntum er lykilinnihaldsefni í vörulínunni okkar. Við erum afar stolt af þeim margstaðfesta árangri sem notkun húðvaranna okkar hefur í för með sér. Niðurstöður fjölmargra klínískra innanhússrannsókna hafa sýnt að notkun BIOEFFECT EGF hefur raunveruleg og kraftmikil áhrif á húðina; eykur raka, bætir þéttleika og teygjanleika og dregur úr ásýnd hrukka og fínna lína. Það hefur jafnvel verið sýnt fram á að þetta áhrifaríka efni örvar kollagenframleiðslu húðarinnar til að halda henni þéttri, sléttri, unglegri og heilbrigðri ásýndar.

Framleiðsla BIOEFFECT EGF í byggi.

Hvers vegna bygg?
Helsta ástæðan fyrir því að byggplantan var valin til að hýsa EGF eru margvíslegir eiginleikar fræplöntunnar; bygg er sjálffrævandi og það þarf að rækta það sérstaklega til vaxtar. Byggplantan er lokað líffræðilegt og vistfræðilegt kerfi sem tryggir að hægt er að nýta hana til framleiðslu hreina og ómengaðra vaxtarþátta. Þessir eiginleikar gera bygg að afar stöðugum og öruggum valkosti til að hýsa einstöku vaxtarþættina, sem eru lykilhráefnið okkar.

Ræktað í vistvænu gróðurhúsi á Íslandi.
Einstöku byggplönturnar sem hýsa vaxtarþættina eru ræktaðar í vistvænu hátæknigróðurhúsi á Íslandi. Gróðurhúsið er staðsett á hraunbreiðum Reykjanesskagans í grennd við Grindavík. UNESCO útnefndi svæðið sem svokallaðan „Global Geopark“, þ.e. jarðminjasvæði sem er jarðfræðilega mikilvægt á heimsvísu.

Byggplönturnar eru ræktaðar í vikri, hraðstorknaðri gosmöl úr eldstöðinni Heklu. Með því að nota vikur í stað moldar lágmörkum við möguleikann á hvers kyns mengun. Í gróðurhúsinu er svokallað vatnsræktarkerfi (e. hydroponic system). Plönturnar eru vökvaðar með hreinu íslensku vatni – tæru grunnvatni sem hefur síast í gegnum jarðlögin á leið sinni til yfirborðs – auk nauðsynlegra næringarefna.

Á Íslandi er meiri hluti rafmagns framleiddur með svæðisbundnum og endurnýjanlegum orkugjöfum, einkum vatnsafli og jarðvarma. Þetta gerir okkur kleift að nýta svokallaða græna, sjálfbæra orku í framleiðsluferlinu. Gróðurhúsið okkar er að sjálfsögðu knúið jarðhita og raforku frá nærliggjandi náttúruauðlindum.

Uppspretta vítamína, prótína og virkra efna.
Við kappkostum að besta alla þætti framleiðslunnar okkar með sjálfbærni að leiðarljósi. Þess vegna leggjum við áherslu á að fullnýta byggplönturnar okkar. Við hámörkum magn vaxtarþáttanna sem við getum framleitt úr hverri plöntu auk þess að vinna einstök prótín, vítamín og önnur virk efni úr byggplöntunni sjálfri.

Vökvað með hreinu, íslensku vatni.
Við leggjum okkur fram um að nýta íslenskar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt. Þess vegna notum við hreint, íslenskt vatn í framleiðsluna okkar. Ísland er afar ríkt af hreinu vatni sem kemur úr grunnvatnslindum vítt og breitt um landið. Það hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög á leið sinni til yfirborðs. Þetta náttúrulega hreinsunarferli skilar vatni sem er afar hreint; ómengað og óspillt svo ekki er þörf á bæta það með hreinsiefnum líkt og víða annars staðar í heiminum. Íslenskt vatn er mjúkt vatn sem merkir að það er efnasnautt og styrkur harðra steinefna á borð við kalsín og magnesíum er mjög lágur. Þetta hreina og mjúka vatn fer húðina afar mildum höndum og veldur síður þurrki eða ertingu. Þetta er vatnið sem við notum til að vökva byggplönturnar í gróðurhúsinu okkar og sem innihaldsefni í húðvörurnar okkar til að tryggja eins hreinar formúlur og kostur er á.

Hvaða innihaldsefni virka vel með BIOEFFECT EGF?

Við hjá BIOEFFECT reynum eftir fremsta megni að nota eingöngu þau efni sem húðin skilur og hefur raunverulegan ávinning af. Þess vegna notum við aðeins 7 til 23 hrein og virk efni í hverja vöru.

Við höfum mikla þekkingu og skilning á innihaldsefnum, hver þeirra vinna vel saman, hvernig þau verka hvert á annað og hvernig samlegðaráhrifum þeirra er háttað. Við þekkjum sérstaklega þau efni sem vinna vel með EGF og öðrum vaxtarþáttum í vörunum okkar og gætum þess að nota aðeins efni sem hefta ekki virkni þeirra og líftíma. Við notum aldrei efni sem vitað er að draga úr virkni vaxtarþáttanna, breyta uppbyggingu þeirra eða hafa neikvæð áhrif þegar þau komast í snertingu við þá (t.d. sumar olíur, alkóhól o.s.frv.).

Smelltu hér til að lesa um nokkur af okkar eftirlætis innihaldsefnum sem vinna fullkomlega með EGF!

Niðurstaða: ávinningur af BIOEFFECT EGF húðvörum.

Langar þig að bæta raunverulega áhrifaríkum húðvörum í húðrútínuna þína á einfaldan hátt? Þá mælum við eindregið með EGF vörulínu BIOEFFECT. Með reglulegri notkun muntu upplifa ótrúlegan ávinninginn og finna húðina ljóma af heilbrigði og vellíðan.

Nú er okkar vinsæla EGF Serum Value Set fáanlegt. Þetta einstaka húðvörusett inniheldur EGF Serum á sama verði og venjulega, en nú fylgja einnig þrjár EGF lúxusprufur með: EGF Essence, EGF Eye Serum og EGF Body Serum. Húðvörusett sem inniheldur allt sem til þarf í áhrifaríka BIOEFFECT EGF húðrútínu og hentar þeim sem setja kröfu um raunverulegan árangur.

Gott ráð til að hámarka áhrif og virkni.

EGF-ið okkar hefur besta og mesta virkni í röku umhverfi. Þetta merkir að það vinnur best þegar húðin er rök og vel nærð. Raki greiðir fyrir upptöku EGF niður í húðlögin og hámarkar virknina. Þess vegna mælum við alltaf með því að nota BIOEFFECT EGF húðvörur með EGF Essence (sem fylgir EGF Serum Value Set) og Imprinting Hydrogel andlitsmaskanum, sem auka áhrifin svo um munar!

EGF húðvörur.

Hleð inn síðu...