Að brjótast út úr viðjum vanans.
Við erum vanaverur í eðli okkar. Okkur reiðir gjarnan best af þegar við fylgjum fastri rútínu og hefðum, enda fylgja margar venjur okkar alla ævi (hvort sem það er vísvitandi gert eða ekki). Þess vegna verðum við fyrir óhjákvæmilegum áhrifum – oft neikvæðum – þegar venjur eða hversdagsleg rútína breytist af einhverjum ástæðum.
Flest þekkjum við þessa tilfinningu sem hellist gjarnan yfir eftir langt frí, þar sem rútína og skipulag hafa orðið undan að láta. Þess vegna er upphaf nýs árs fullkominn tími til að koma lífinu aftur í fastar skorður, helst með nokkrum breytingum til hins betra.
Hér eru okkar hugmyndir að einföldum nýársheitum sem er kjörið að tileinka sér í janúarmánuði. Þau eiga það öll sameiginlegt að vera einföld í framkvæmd en hafa alla burði til að hafa mikil áhrif til hins betra!