Það eru til ótal mörg kraftaverkaefni sem styðja við vökva- og rakajafnvægi í húðinni. Við hjá BIOEFFECT sverjum fyrir EGF úr byggi og hýalúronsýru. Við erum sérstaklega hrifin af þessu rakagefandi og nærandi tvíeyki.
EGF er rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem framleitt er úr plöntum. EGF prótín fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir mikilvægu hlutverki við að stýra framleiðslu og virkni kollagens og elastíns. Með hækkandi aldri dregur verulega úr magni EGF í húðinni og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum öldrunarmerkjum. BIOEFFECT EGF úr byggi vinnur gegn þessum áhrifum; það örvar náttúrulega framleiðslu kollagens og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
EGF úr byggi eflir hæfni húðarinnar til að viðhalda raka og dregur úr vökvatapi. Aukinn raki eykur þéttleika húðarinnar og fyrir vikið dregur úr sýnileika og dýpt hrukka.
Hýalúronsýra er efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina. Hýalúronsýra getur bundið nær þúsundfalda þyngd sína í vatni og er því kjörinn rakagjafi fyrir allar húðgerðir. Hún hefur einnig endurnærandi og róandi eiginleika fyrir húðina.